Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Glóðarliljur (Crocosmia)

Flokkun glóðarlilja

Glóðarliljur eru flokkaðar í stórblóma og smáblóma sortir. Einnig eru nokkrar villtar tegundir ræktaðar sem garðplöntur. Stórblóma sortir eru með breitt lauf, sem minnir á gladíólur og geta orðið yfir 1 m á hæð. Smáblóma sortir eru lágvaxnari og laufið er fíngerðara og minnir helst á grófgert gras. Blómlitirnir geta verið í rauðum, gulum og appelsínugulum litatónum.

Ræktun

Glóðarliljur þurfa forræktun inni eins og aðrar tegundir vorlauka og hlýjan, skjólsælan og sólríkan vaxtarstað. Hnýðin þola ekki frost, svo þau þarf að geyma á frostlausum stað yfir vetrarmánuðina ef ætlunin er að rækta þau aftur að vori. Nota má sömu geymsluaðferðir og fyrir tegundirnar hér að ofan. Ef þær eru ræktaðar í pottum er hægt að geyma hnýðin í pottinum og byrja að vökva aftur að vori. Laukarnir fjölga sér með tímanum og þá þarf að skipta hnausnum og gróðursetja í nýja potta.

    90
    0