Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Haustblómstrandi krókusar (Crocus)

Ein tegund haustblómstrandi krókusa, haustkrókus (Crocus speciosus) þrífst þokkalega hér ef aðstæður eru hagstæðar, þ.e. næg sól og vel framræstur jarðvegur. Hann blómstrar í október eða nóvember og því ekki gefið að sól nái inn í garða á þeim árstíma. Blómin opnast eingöngu í sól, eins og hjá öðrum krókustegundum, en þó þau séu hálflokuð eru þau samt ljómandi falleg. Laufið vex upp á vorin eins og hjá haustliljunum.

    80
    0