Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Snotrur (Anemone)

Það eru tvær tegundir af snotrum (animónum) sem blómstra á vorin, balkansnotra og skógarsnotra.

Balkansnotra blómstrar í lok apríl og fram í maí, á svipuðum tíma og smáblóma páskaliljurnar og villitúlipanarnir. Skógarsnotran blómstrar heldur síðar í maí.

Balkansnotran er algengari í ræktun og hnýði af henni oft til sölu á haustin með haustlaukaúrvalinu. Hún er fáanleg í hvítum, bláum og purpurableikum litbrigðum. Það hvíta, 'White Splendour', er gróskumeira en hin og breiðir töluvert meira úr sér. Balkansnotra þrífst best í vel framræstum, lífefnaríkum jarðvegi. Hún blómstrar betur á frekar sólríkum stað, en þolir vel að vera í skugga eftir að blómgun líkur. Hún hentar því ágætlega sem botngróður í trjábeð.

Skógarsnotra blómstrar hvítum eða lillabláum blómum í maí. Hún er skuggþolin skógarplanta sem vex best í vel framræstum, lífefnaríkum jarðvegi. Hún myndar breiður með tímanum, en vex mjög hægt til að byrja með.

    60
    0