Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Liljur (Lilium)

Liljulaukar eru yfirleitt á boðstólnum í vorlaukaúrvali verslana. Það er misjafnt eftir sortum hvort þurfi að forrækta þær inni eða ekki. Þær harðgerðu, t.d. Asíu-blendingar, þurfa ekki forræktun, það er best að gróðursetja þær í potta og setja svo út á skýldan stað, undir akrýldúk, fram á vor. Þær koma þá upp þegar hlýnar og blómstra í júlí - september eftir sortum. Með því að forrækta þær inni fæst þó blómgun fyrr. Viðkvæmari sortir, t.d. oriental-blendingar þurfa forræktun inni. Allar liljur þurfa frekar sólríkan, skjólsælan vaxtarstað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hærri sortir þurfa stuðning.

Liljuflokkar

Liljur eru flokkaðar í níu meginflokka eftir blómgerð og því hvaða tegundir voru notaðar í kynbætur hvers flokks. Af þessum níu flokkum eru Asíu-blendingarnir og nokkrar villtar tegundir harðgerðastar hér. Eldliljan (Lilium bulbosum) er þekktust í ræktun hér, hefur verið ræktuð í íslenskum görðum í áratugi og er ein af harðgerðustu liljutegundum sem völ er á.

Af þessum flokkum þá eru nr. 3, 4 og 5 síst líklegir til stórræða hér á landi. Oriental liljurnar eru frekar viðkvæmar og þarf helst að rækta í pottum og geyma í gróðurhúsi eða reit yfir veturinn. Þær geta þó lifað úti í fleiri en eitt ár ef þær eru á góðum stað í skjóli, sól og vel framræstum jarðvegi.
 

 
Flokkarnir eru:

    410
    0