Rannveig

datetime-to-read.short-label

Ræktunaraðstæður eftir spírun

Hlutfall milli hitastigs og birtuskilyrða þarf að vera rétt.
 
Því hærra sem hitastigið er, því sterkari ljósgjafa þarf.
 
Ef hitastigið er of hátt og birtustigið of lágt verða plönturnar of teygðar.
 
Það er aðeins misjafnt eftir tegundum hvar mörkin liggja, en ef plöntur verða of miklar spírur verður þeim ekki viðbjargað.

Hægt er að útbúa ræktunaraðstöðu með ýmsu móti. Bílskúr eða herbergi þar sem hægt er að skrúfa niður í miðstöðvarofni til að halda hitastiginu niðri eru bestu aðstæður. Hægt er að nota gluggakistur eða setja borð eða hillu við glugga, en gluggi er ekki nauðsyn, þá þarf bara sterkari lýsingu. Eins ef erfitt er að halda hitastiginu undir 20°C, þá þarf lýsingin að vera sterkari.

Birtuskilyrði

Einhverskonar ljósgjafi er nauðsynlegur til að sáðplöntur vaxi vel
 

 
Ýmsir möguleikar í boði:
 

  • Full spectrum gróðurljós gefa bestu skilyrði

  • Flúrlampar eru annar kostur

Hitastig

  • Hitastig ætti helst að vera undir 20°C

  • Ef birtuskilyrði eru ekki góð þarf hitastig að vera lægra


 
Ræktunarljós fást víða. Flúrlampar ehf. í Hafnarfirði eru með flúrlampa í ýmsum stærðum og gerðum og sérsmíða líka eftir óskum hvers og eins. Svo fæst mikið úrval að gróðurljósum í Innigörðum í Reykjavík.

Dæmi um ræktunaraðstöðu:

Stofugluggi með framlengingu á gluggakistunni og hangandi ræktunarljósi sem hægt er að hækka eftir því sem plönturnar vaxa. Slökkt á ofninum undir glugganum.

Með því að setja upp hillu með lýsingu í hverju bili er hægt að margfalda ræktunarplássið. Þetta er mjög góð aðstaða fyrir fræsáningu á meðan fræplönturnar eru ekki orðnar of háar í loftinu.

Reitur með hitablásara er góður kostur til að forrækta sumarblóm og grænmeti eftir dreifplöntun. Það er mun auðveldara að halda svona reit frostlausum heldur er gróðurhúsi sem er með mun meiri lofthæð.

    320
    1