Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Snæstjörnur (Chionodoxa)

Snæstjörnur eru harðgerðar plöntur sem blómstra síðari hluta apríl og fram í maí. Tegundirnar eru þrjár, snæstjarna (Chionodoxa forbesii), fannastjarna (Chionodoxa luciliae) og vorstjarna (Chionodoxa sardensis). Eins og aðrir haustlaukar þrífast þær best í sól og vel framræstum jarðvegi, en þær þola þó skugga part úr degi og það kemur ekki niður á blómgun. Snæstjarna og fannastjarna eru mjög harðgerðar og fjölga sér bæði með fjölgun á laukum og sjálfsáningu og geta því með tímanum myndað miklar blómabreiður. Sortir þeirra þrífast vel, en fjölgar sér ekki að ráði. Sama á við um vorstjörnu.

    30
    0