Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Stjörnuliljur (Scilla)

Stjörnuliljur eru margar hverjar mjög harðgerðar og þola vel skugga part úr degi. Þær fjölga sér hóflega með tímanum, hraðar þar sem skilyrði eru góð.

Síberíulilja er sú tegund ættkvíslarinnar sem er algengust í ræktun. Hún blómstrar bláum blómum í apríl. Hún er mjög harðgerð og þolir erfið skilyrði, þéttan jarðveg og töluverðan skugga, en verður þó mun fallegri við kjöraðstæður. Til er mjög fallegt hvítt afbrigði af síberíuliljur sem er álíka harðgert.

Tvíblaðalilja er önnur harðgerð og dugleg tegund sem blómstrar smáum bláum eða fölbleikum blómum í klösum. Laufblöðin eru bara tvö sem vaxa upp af hverjum lauk og er nafn plöntunnar af því dregið.

    60
    0