Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Undirbúningur fræsáningar

post.update-date

Það helsta sem til þarf:
 

  1. Fræ

  2. Sáðmold eða pottamold (get mælt með Pinstrup mold sem fæst í Garðheimum eða Jongkind mold sem fæst í Blómaval)

  3. Extra fínn vikur (fæst í vefverslun Garðaflóru)

  4. Hentugt ílát, t.d. vaskafat, til að blanda mold í

  5. Steikarpokar til að hita mold í

  6. Sáðbakkar eða önnur hentug ílát (Garðaflóra mælir með sáningarboxunum sem fást í vefversluninni)

  7. Ræktunarljós, ef ætlunin er að byrja að sá í janúar - febrúar

  8. Hentugt rými þar sem birta er næg og hitastig ekki of hátt. Ef gluggakista er notuð og miðstöðvarofn undir glugganum, þarf að lækka í ofninum.

  9. Hér er hlekkur á Excel-skjal til að skrá sáningar í.

Áður en byrjað er að sá fræjum mæli ég með eftirfarandi undirbúningi:

  1. Mold og vikur eru blönduð til helminga og síðan hituð í ofni til að drepa sveppa- og mosagró.

  2. Vikur til að hylja sáninguna með er líka hitameðhöndlaður af sömu ástæðum.

  3. Til að halda sem jöfnustum raka í moldinni nota ég vatnskristalla og bleyti upp í þeim fyrir notkun.

Margt af því sem til þarf til sáninga fæst hjá Garðaflóru

Úrval af blómafræi, fjölæru og sumarblómum má skoða hér.

Pottar og fleira í plöntuuppeldið má skoða hér.

    280
    1