Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Vetrargosar (Galanthus)

Vetrargosar eru fyrstu laukplönturnar til að gægjast upp úr moldinni á vorin. Þeir láta jafnvel á sér kræla í hlýindaköflum í febrúar, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Vöxturinn stöðvast þegar kólnar aftur og þeir bíða bara rólegir eftir að hlýni á ný. Með tímanum geta þeir myndað góða breiðu. Þeir eru mjög fallegur botngróður í trjábeð. Laukarnir hafa mjög takmarkað geymsluþol og því ekki öruggt að það vaxi upp blóm af laukum sem keyptir eru á haustin. Þegar þeir eru komnir í garðinn lifa þeir þó áratugum saman.

    140
    0