Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Vorblómstrandi írisir (Iris)

post.update-date

Þegar ég sá blómstrandi voríris í fyrsta sinn trúði ég varla mínum eigin augum. Blómin eru svo ótrúlega stór, miðað við hvað plantan er stutt í loftinu og það virðist með ólíkindum að sjá þessi fallegu blóm standa í blóma svo snemma árs. Þær koma oft blómstrandi undan snjónum þegar hann bráðnar í lok mars eða byrjun apríl.

Voríris er algengasta vorblómstrandi írisin í ræktun og mikill fjöldi sorta til sölu. Því miður eru flestar þeirra skammlífar og blómstra bara fyrsta vorið eftir gróðursetningu, eða í mesta lagi 2-3 ár. Tegundin sjálf er aftur á móti mjög harðgerð og langlíf og getur lifað árum og áratugum saman. Hún blómstrar rauðfjólubláum blómum.

Leikaraíris er mun sjaldgæfari í ræktun og eru sortir hennar oft flokkaðar með voríris. Það er þó töluverður munur á blómstærð. Blómin á leikaraíris eru mun stærri og með breiðari krónublöðum þannig að þau mynda mjög tilkomumikinn, samfelldan blómbrúsk. 'Katherine Hodgkin' er algengasta sortin, mjög harðgerð og langlíf.

    70
    0