Dahlia-melody-allegro.jpg

KANT-
DALÍUR

Kantdalíur (Border) eru lægri en stóru, fylltu dalíurnar, á bilinu 40-60 cm á hæð og henta því vel framarlega í blómabeð eða í blómaker. Blómgerðin getur verið ýmiskonar, en líkist oftast skrautdalíum.

Melody-dalíur verða um 50-65 cm á hæð og eru yrkisheitin innblásin af tónlist.

Gallerý-dalíur eru nefndar eftir frægum listmálurum. Þær eru um 30-45 cm á hæð og blómgerðin líkist skrautdalíum.