Hér er fjallað um lauftré og runna sem fella laufið að hausti

og bera áberandi blóm.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Aesculus - Hrossakastanía
 

Ættkvíslin Aesculus, hrossakastaníur, tilheyrir sápuberjaætt, Sapindaceae. Um 20 tegundir tilheyra ættkvíslinni sem eiga heimkynni í N-Ameríku og Evrasíu. Einkenni ættkvíslarinnar eru fingruð laufblöð, hvít eða bleik blóm í stórum píramídalaga skúfum og hnöttótt aldin sem geta verið með eða án gadda. Tegundir ættkvíslarinnar eru eitraðar.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Amelanchier - Amall
 

Amelanchier, amall, er lítil ættkvísl um 20 tegunda í rósaætt, Rosaceae, með útbreiðslu um tempruð belti N-Ameríku, Evrópu og Asíu. Mestur tegundafjöldi vex í N-Ameríku. Þetta eru tré eða runnar með fínlegu laufi, klösum af hvítum blómum og sumar tegundir bera æt ber.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Berberis - Broddar
 

Ættkvíslin Berberis, broddar, er stó