Hér er fjallað um lauftré og runna sem fella laufið að hausti

og bera áberandi blóm.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Aesculus - Hrossakastanía
 

Ættkvíslin Aesculus, hrossakastaníur, tilheyrir sápuberjaætt, Sapindaceae. Um 20 tegundir tilheyra ættkvíslinni sem eiga heimkynni í N-Ameríku og Evrasíu. Einkenni ættkvíslarinnar eru fingruð laufblöð, hvít eða bleik blóm í stórum píramídalaga skúfum og hnöttótt aldin sem geta verið með eða án gadda. Tegundir ættkvíslarinnar eru eitraðar.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Amelanchier - Amall
 

Amelanchier, amall, er lítil ættkvísl um 20 tegunda í rósaætt, Rosaceae, með útbreiðslu um tempruð belti N-Ameríku, Evrópu og Asíu. Mestur tegundafjöldi vex í N-Ameríku. Þetta eru tré eða runnar með fínlegu laufi, klösum af hvítum blómum og sumar tegundir bera æt ber.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Berberis - Broddar
 

Ættkvíslin Berberis, broddar, er stór ættkvísl hátt í 200 tegunda í mítursætt, Berberidaceae, með útbreiðslu um tempruð og heittempruð belti jarðar. Mestur tegundafjöldi er í S-Ameríku, Afríku og Asíu. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir, þyrnóttir runnar sem bera lítil gul eða appelsínugul blóm.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Chaenomeles - Eldrunnar
 

Ættkvíslin Chaenomeles, eldrunnar, í rósaætt, Rosaceae, telur aðeins þrjár tegundir sem allar eiga heimkynni í A-Asíu. Þeir blómstra allir appelsínugulum eða rauðum blómum fyrir laufgun og eru þeir því mjög áberandi á vorin. 

​​

 • Chaenomeles japonica - dvergeldrunni, dvergroðarunni, litli eldrunni

 • Chaenomeles x superba - eldþyrnirunni

  • 'Crimson and Gold'

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Chiliotrichum - Körfurunnar 
 

Ættkvíslin Chiliotrichum , körfurunnar, er lítil ættkvísl fjögurra tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, sem allar eiga heimkynni sunnarlega í S-Ameríku, í Argentínu og Chile. Þetta eru runnar með striklaga gráleitt lauf og hvít körfublóm.

​​

 • Chiliotrichum diffusum - körfurunni

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Cornus - Hyrnar
 

Ættkvíslin Cornus, hyrnar, er ættkvísl um 30-60 tegundir í skollabersætt, Cornaceae með útbreiðslu um nyrðra tempraða beltið. Þær tegundir sem vaxa hér bera lítil hvít blóm í klösum en suðlægari tegundir blómstra margar stórum hvítum blómum sem setja mikinn svip á umhverfið á vorin.

​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Cotoneaster - Misplar
 

Ættkvíslin Cotoneaster, misplar, er ættkvísl í rósaætt, Rosaceae með útbreiðslu um tempruðubelti Evrasíu. Tegundafjöldi er mjög breytilegur, frá um 70 til 300 eftir því hvernig tegundir eru skilgreindar. Mestur tegundafjöldi er í fjöllum SV-Kína og Himalajafjöllum. Flestar tegundir eru runnar, jarðlægar tegundir vaxa hátt til fjalla, hærri runnar nær sjávarmáli.

​​​​

 • Cotoneaster adpressus - skriðmispill

 • Cotoneaster congestus - kúlumispill/slútmispill

 • Cotoneaster integerrimus - grámispill

 • Cotoneaster lucidus - gljámispill

 • Cotoneaster x suecicus - breiðumispill

  • 'Skogholm'​

 • Cotoneaster purpureus​​​ - purpuramispill

  • 'Variegatus'​

Crataegus - Þyrnar
 

Þyrnar, Crataegus, er stór ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, með hátt í 200 tegundum með útbreiðslu um tempraðabelti Evrasíu og N-Ameríku, þar sem mestur tegundafjöldi er.​

Þetta eru tré eða runnar, oft þyrnóttir sem bera hvít eða bleik blóm í klösum og þroska ber sem eru mikilvæg fæða fyrir dýralíf á þeim svæðum sem þau vaxa villt.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Cytisus - Sópar
 

Sópar, Cytisus, er ættkvísl um 50 tegunda í ertublómaætt, Fabaceae. Heimkynni ættkvíslarinnar eru kjarrlendi í Evrópu, N-Afríku og vestanverðri Asíu. Þetta eru runnar með þéttar, grænar, uppréttar greinar, smátt lauf og blóm í gulum, rauðum eða rósrauðum litatónum sem þekja runnana á meðan á blómgun stendur.

​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Daphne - Sprotar
 

Ættkvíslin Daphne, sprotar, tilheyrir týsblómaætt, Thymelaeaceae. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir hluta af Asíu, Evrópu og N-Afríku. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir runnar, margir jarðlægir, sem blómstra margir síðvetrar eða snemma á vorin. Blómin eru smá, án krónublaða, grænleit, hvít eða bleik. Berin eru baneitruð.

​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Deutzia - Stjörnutoppar
 

Stjörnutoppar, Deutzia, er ættkvísl um 50 tegunda í hindarblómaætt, Hydrageaceae. Helsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er í Kína, einhverjar tegundir vaxa líka villtar í Mið-Ameríku, Evrópu og víðar í Mið- og Austur-Asíu. Runnar með hvítum eða bleikum blómum í skúfum.

​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Forsythia - Vorgull
 

Forsythia, vorgull, er ættkvísl um 11 tegunda í smjörviðarætt, Oleaceae, sem allar eiga heimkynni í Asíu, utan ein sem vex í SA-Evrópu. Þetta eru gulblómstrandi runnar sem blómstra á vorin fyrir laufgun og setja mikinn svip á umhverfið á meðan á blómgun stendur.

​​