top of page

Adiantum pedatum 'Imbricatum'

Gyðjuhár

Vængburknaætt

Pteridaceae

Hæð

lágvaxið, um 20 - 30 cm

Lauflitur

ljósgrænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi - skuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór, lífefnaríkur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

frekar viðkvæmt, þarf mjög skjólgóðan stað

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í N-Ameríku.

Venusarhár, Adiantum, er nokkuð stór ættkvísl um 250 tegunda í vængburknaætt, Pteridaceae.  Þetta eru mjög fíngerðir burknar, oft með svarta stöngla og þunnt, ljósgrænt lauf sem vaxa gjarnan í lífefnaríkum, rökum jarðvegi, oft í klettasprungum þar sem vatn seitlar niður. Ein tegund, venusarhár (A. raddianum) er vinsæl pottaplanta.  Flestar tegundir vaxa í Andesfjöllum og A-Asíu.

Mjög fíngerður burkni sem minnir mjög í útliti á venusarhár. Frekar viðkvæmur og þarf mjög skjólgóðan stað í lífefnaríkum, vel framræstum, rökum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page