![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|
Cystopteris fragilis
Tófugras
Fjöllaufungsætt
Athyriaceae
Hæð
lágvaxið, um 20 - 30 cm
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
hálfskuggi - skuggi
Jarðvegur
lífefnaríkur, frekar rakur, næringarríkur
pH
hlutlaust
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
útbreiðsla um allan heim
Tófugrös, Cystopteris, er ættkvísl 18 líkra tegunda í fjöllaufungsætt, Athyriaceae, með útbreiðslu um allan heim. Ein tegund, tófugras, vex villt á Íslandi og er algeng um allt land.
Íslensk tegund, algeng um allt land sem er harðgerð og auðræktuð. Vex oft í klettasprungum þar sem vatn seytlar niður. Eins og aðrir burknar kann tófugrasið best við sig í skugga í léttum jarðvegi, ríkum af plöntuleyfum (t.d. moltu). Stærð plöntunnar ræðst af því hversu næringgarríkur jarðvegurinn er.
Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?
Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.