
DALÍUR
MEÐ EINFÖLDUM EÐA HÁLFFYLLTUM BLÓMUM
Stór, fyllt blóm eru það sem fyrst kemur upp í hugann þegar maður hugsar um dalíur. En það er til fjöldinn allur af dalíum með einföldum eða hálffylltum blómum, sem nýtast humlum og býflugum betur en fylltu dalíurnar:
-
Anemónudalíur (Anemone): 70-110 cm á hæð. Blómin eru einföld eða hálffyllt með kúptum dúski af löngum pípukrónum í miðjunni.
-
Kragadalíur (Collarette) : 35-100 cm á hæð. Blómin eru einföld, með kraga af styttri tungukrónum, annaðhvort samlitum eða í öðrum lit.
-
Stjörnudalíur: 70-100 cm á hæð og blómstra allar einföldum blómum með upprúlluðum tungukrónum þannig að blómkarfan líkist stjörnu.
-
Duplexdalíur og biskupsdalíur: 80-95 cm. Einföld eða hálffyltt blóm. Dökkt, purpurarautt, nánast svart lauf.
-
Mignondalíur: 35-70 cm. Einföldum eða hálffyllt blómum. Sumar bera dökkt, purpurarautt lauf, sem er nánast svart
-
Happy Days dalíur: 40-45 cm. Einföld blóm og dökkt, purpurarautt lauf.
-
Happy Single dalíur: 60-70 cm. Einföld blóm og dökkt, purpurarautt lauf.