C

Calceolaria biflora
Calceolaria - Frúarskór
 

Ættkvíslin Calceolaria, frúarskór, tilheyrði áður grímublómaætt, Scrophulariaceae, en er nú flokkuð í ættina Calceolariaceae. Þetta eru fremur lágvaxnar plöntur með hvirfingu laufblaða og einkennandi blómum með pokalaga neðri vör. Flestar eiga þær heimkynni í S-Ameríku.

 

Caltha palustris
Caltha - Hófsóleyjar
 

Hófsóleyjar, Caltha, eru eins og nafnið bendir til af ætt sóleyja, Ranunculaceae. Þær vaxa í rökum jarðvegi við læki og tjarnir um kaldtempruðu beltin á norður og suðurhveli jarðar. Ein tegund, hófsóley, vex villt á Íslandi.

 

Catananche caerulea
Catananche
 

Catananche er lítil ættkvísl 5 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, sem vaxa á þurrum engjum Miðjarðarhafssvæðisins.

 

2019-06-15 15-36-41edit.jpg
Celmisia - Selmur
 

Selmur, Celmisia, er ættkvísl jurta og hálfrunna  í körfublómaætt, Asteraceae.  Þær eiga flestar heimkynni á Nýja Sjálandi, en nokkrar í Ástralíu.

 

2019-08-30 14.07.03edit.jpeg
Centaurea - Kornblóm
 

Kornblóm, Centaurea, er stór ættkvísl um 350 - 600 tegunda  í körfublómaætt, Asteraceae. Tegundir ættkvíslarinnar vaxa eingöngu á norðurhveli, flestar í Miðausturlöndum. Einkenni ættkvíslarinnar eru blómkollar sem samsettir eru úr frjóum pípukrónum í miðju og ófrjóum reifarblöðum í kring.