G

Galium - Möðrur
Möðrur, Galium, er stór ættkvísl í möðruætt, Rubiaceae, með yfir 600 tegundum. Flestar þykja ekki eftirsóknarverðar garðplöntur, en þó eru örfáar sem eru ljómandi fallegar. Fjórar tegundir vaxa villtar á Íslandi, hvítmaðra, laugamaðra, gulmaðra og krossmaðra, og sóma a.m.k þær tvær síðastnefndu sér ljómandi vel á klöppum og í skógarrjóðrum.

Gentiana - Maríuvendir
Maríuvendir, Gentiana, er stór ættkvísl um 400 tegunda í maríuvandaætt, Gentianaceae. Hún dreifist um fjalllendi og tempruð belti Evrópu, Asíu og Ameríku. Eitt aðaleinkenni ættkvíslarinnar eru stór tregtlaga blóm og margar tegundir skarta einstaklega skærbláum blómum.

Geranium - Blágresi
Blágresi, Geranium, er nokkuð stór ættkvísl í blágresisætt, Geraniaceae, sem inniheldur mikinn fjölda úrvals garðplantna. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir tempruðu beltin, með mestan tegundafjölda við austanvert Miðjarðarhafssvæðið.
-
Geranium cinereum - grágresi
-
Geranium macrorrhizum - ilmgresi
-
Geranium maculatum - sveipablágresi
-
Geranium pratense - garðablágresi