Aster tongolensis 'Wartburgstern'

Kvöldstjarna

Körfublómaætt

Asteraceae

Hæð

meðalhá, um 30-40 cm

Blómlitur

ljós fjólublár

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, lífefnaríkur, blandaður grófum sandi

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

sæmilega harðgerð, en getur verið skammlíf

Heimkynni

tegundin vex vill í V-Kína og Himalaja

Stjörnufíflar, Aster, tilheyra körfublómaætt, Asteraceae. Heimkynni ættkvíslarinnar eru engi í tempraða beltinu nyrðra, og vex meirihlutinn í Norður-Ameríku. Þeir þrífast best í rökum, frjósömum jarðvegi og kjósa að vera sólarmegin í lífinu. Flestir stjörnufíflar blómgast síðsumars og fram á haust, en þeir sem helst eru ræktaðir hér eru háfjallaplöntur sem blómgast fyrr, í júlí - ágúst.

Meðalhá planta sem þarf vel framræstan, lífefnaríkan jarðveg til að þrífast vel. Hún lifir ekki lengi í of þéttum, blautum jarðvegi. Vex vel í sól eða hálfskugga. Skipta þarf kvöldstjörnu á 3-4 ára fresti til að halda henni gróskumikilli.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon