top of page

Aconitum henryi 'Spark's Variety'

Hinrikshjálmur

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

hávaxinn, um 150 cm

Blómlitur

dökkfjólublár

Blómgun

ágúst

Lauflitur

dökk grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frjór, vel framræstur, lífefnaríkur, rakur

pH

hlutlaust

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

tegundin vex villt í Kína

Ættkvíslin Aconitum, bláhjálmar tilheyrir sóleyjaætt, Ranunculaceae og eins og margar ættkvíslir þeirrar ættar eru bláhjálmar eitraðir. Flestir raunar svo eitraðir að á ensku nefnast þeir "wolf's bane" eða úlfabanar og voru vinsæl aðferð hjá kóngafólki fyrri alda til að ryðja keppinautum úr vegi. Bláhjálmar eru harðgerðir og  þola nokkurn skugga, en of mikill skuggi getur þó komið niður á blómgun. Þeir kunna best við sig í frjósömum, heldur rakaheldnum en þó gljúpum jarðvegi enda vaxa flestar tegundir á fjallaengjum á norðurhveli jarðar.

Fjölgun:


Skipting að vori.

Hávaxið garðaafbrigði með fjólubláum blómum. Nokkuð harðgerður, en er viðkvæmur fyrir sveppasjúkdómum. Þrífst best í jafnrökum, frjóum, lífefnaríkum, vel framræstum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page