top of page

Armeria maritima

Geldingahnappur

Gullintoppuætt

Plumbaginaceae

Hæð

lágvaxinn, um 15 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

miðjan júní

Lauflitur

dökkgrænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, grófur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

strandsvæði á norðurhveli, m.a. á Íslandi

Gullintoppur, Armeria, tilheyra gullintoppuætt, Plumbaginaceae. Tegundir ættkvíslarinnar eru mjög líkar og oft erfitt að greina á milli tegunda. Þær einkennast af jarðlægri blaðhvirfingu striklaga laufblaða og blómkollum á blaðlausum stilki. Ein íslensk planta, geldingahnappur, tilheyrir þessari ættkvísl en aðrar tegundir eiga flestar heimkynni við Miðjarðarhafið.

Fjölgun:


Sáning - sáð að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Spírun getur verið hæg. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Íslensk planta algeng um allt land. Vex á melum og upp til fjalla og verður fallegastur í grófum sandi sem er 20-30% mold.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page