top of page

Cremanthodium arnicoides

Gulllotkarfa

sh. Lotkarfa

Körfublómaætt

Asteraceae

Hæð

40 - 60 cm

Blómlitur

gulur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

virðist harðgerð ef frárennsli er nægilegt

Heimkynni

Himalaja

Lotkörfur, Cremanthodium, er ættkvísl um 50 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í Himalajafjöllum. Þær eiga það sameiginlegt að bera gul, lútandi blóm og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þær þurfa allar vel framræstan jarðveg og jafnan jarðraka, en þola illa að standa í vatni yfir vetrarmánuðina.

Fjölgun:


Sáning - fræ hefur mjög lélegt geymsluþol og þarf því að sá því að hausti.

Fræ rétt hulið og sett út eða geymt í kæli fram á vor, síðan haft við stofuhita (18-22°C) fram að spírun. 

Meðalhá tegund með stórgerðu laufi í hvirfingu neðst og klösum af gulum, hangandi körfublómum. Hún þolir illa vetrarbleytu og þarf því mjög gott frárennsli, en þarf samt jafnrakan jarðveg yfir sumarmánuðina.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page