top of page

Cyananthus lobatus

Sandheiður

sh. Loðbikar

Bláklukkuætt

Campanulaceae

Hæð

jarðlægur, < 5 cm

Blómlitur

blár

Blómgun

ágúst - september

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súr

Harðgerði

virðist þrífast vel

Heimkynni

Himalajafjöll

Heiðjurtir, Cyananthus, er ættkvísl um 30 tegunda í bláklukkuætt, Campanulaceae, sem allar eiga heimkynni í háfjöllum Mið- og Austur-Asíu, margar í Himalajafjöllum. Þetta eru yfirleitt jarðlægar plöntur með nokkuð stórum blómum sem eru stök á hverjum blómstöngli, oftast blá, en geta líka verið hvít eða gul.

Fjölgun:


Græðlingar snemmsumars. 

Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.


Sáning - sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og sett út eða í kæli fram á vor, síðan haft við stofuhita fram að spírun.

Jarðlæg steinhæðaplanta með smágerðu laufi og stórum, bláum blómum. Þarf vel framræstan, súran jarðveg og sólríkan stað.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page