top of page

Douglasia laevigata

Rauðfeldur

Maríulykilsætt

Primulaceae

Hæð

lágvaxinn, 5 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

maí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, blandaður vikri eða möl

pH

veik súrt - hlutlaust

Harðgerði

þrífst þokkalega, ef frárennsli er gott.

Heimkynni

norðvesturströnd N-Ameríku

Douglasia, feldir, er lítil ættkvísl háfjallaplantna í maríulykilsætt, Primulaceae, náksyldum berglyklum, Androsace. Þær eiga heimkynni í NV-Ameríku og NA-Asíu og eins og aðrar háfjallplöntur kunna þær best við sig í grýttum jarðvegi á sólríkum stað.

Fjölgun:


Græðlingar snemmsumars.

Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti. Fræ hefur stutt geymsluþol.

Fræ rétt hulið og haft í 6 vikur við stofuhita. Ef eitthvað af fræinu spírar, er því dreifplantað og svo er best að setja sáninguna út fram á vor. Spírun getur verið hæg,  fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.

Þolir illa vetrarbleytu. Þarf mjög gott frárennsli, bestur í steinhleðslu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page