top of page

Lamium maculatum 'Beacon Silver'

Dílatvítönn

Varablómaætt

Lamiaceae

Hæð

lágvaxin, 30 cm

Blómlitur

ljósbleikur

Blómgun

frá síðari hluta júní og frameftir sumri

Lauflitur

silfraður

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í Evrópu og tempruðum svæðum Asíu

Tvítennur, Lamium, er ættkvísl um 50 tegunda í varablómaætt, Lamiaceae, með heimkynni í Evrópu, Asíu og Afríku. Þær eru margar skriðular og skuggþolnar og því góðar þekjuplöntur á skuggsælum stöðum.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sveiggræðsla - stilkur hulinn mold þar sem ætlunin er að fá rætur og látinn ræta sig áður en hann er skilinn frá.

Silfrað lauf með grænni bryddingu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page