top of page

Phyteuma spicatum

Klukkustrokkur

Bláklukkuætt

Campanulaceae

Hæð

meðalhár, 30 - 40 cm

Blómlitur

kremhvítur

Blómgun

júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þrífst vel

Heimkynni

skóglendi og engi í Evrópu

Strokkar, Phyteuma, er ættkvísl í bláklukkuætt, Campanulaceae, með heimkynni í fjöllum mið-Evrópu, margar í Alpafjöllum. Þær hafa mjög einkennandi blómkolla, krónublöðin eru samvaxin og mynda odd í endana en að neðanverðu eru rifur á milli krónublaðanna svo þau minna á blúndupoka.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að vori.

Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Blómkollar með kremhvítum blómum og ljósgrænum knúppum.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page