top of page

Primula rosea 'Grandiflora'

Rósulykill

Maríulykilsætt

Primulaceae

Hæð

lágvaxinn, um 15 - 30 cm

Blómlitur

rósbleikur

Blómgun

maí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, rakur

pH

aðeins súrt - hlutlaust

Harðgerði

viðkvæmur fyrir umhleypingum á vorin

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í Afganistan og Kasmírhéraði.

Maríulyklar, Primula, er geysistór ættkvísl um 500 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast víða, en mestur tegundafjöldi, um helmingur, vex í Himalajafjöllum. Þær vaxa því við breytileg skilyrði, sumar eru úrvals steinhæðaplöntur, aðrar kunna vel við sig í djúpum, frjóum jarðvegi og skugga part úr degi. Flestar eiga það þó sameiginlegt að þola illa þurrk.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð síðvetrar eða að vori.

Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Yrki sem er gróskumeira og blómsælla en tegundin. Blómin springa út þegar blómstönglarnir eru rétt komnir upp úr moldinni, en þeir lengjast á meðan á blómgun stendur. Knúppar geta skemmst í vorumhleypingum.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page