top of page

Pulsatilla vernalis

Vorbjalla

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

lágvaxin, um 10 - 20 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

apríl - maí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

rýr, vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Fjalllendi í Evrópu og N-Asíu

Pulsatilla, geitabjöllur, er ættkvísl í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni á engjum og sléttum N-Ameríku, Evrópu og Asíu. Eins og margar aðrar plöntur í sóleyjaætt eru þær mjög eitraðar.

Fjölgun:


Sáð að hausti eða síðvetrar.

Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun.

Harðgerð steinhæðaplanta. Verður fallegust í sól og rýrum, vel framræstum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page