top of page

Sidalcea x hybrida 'Rosaly'

Garðaára

Stokkrósarætt

Malvaceae

Hæð

hávaxin, um 120 cm

Blómlitur

fölbleikur - bleikur

Blómgun

ágúst - október

Lauflitur

dökk grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

sendinn, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

virðist nokkuð harðgerð

Heimkynni

garðaafbrigði

Árublóm, Sidalcea, er ættkvísl í stokkrósarætt, Malvaceae, með heimkynni í vestanverðri N-Ameríku. Þetta eru hávaxnar plöntur sem líkjast stokkrósum, en eru fíngerðari og harðgerðari hér á landi. Þau blómstra síðsumars í bleikum, purpurarauðum og hvítum litum.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Þetta afbrigði er ekki alveg fræekta, svo búast má við einhverjum breytileika í blómlit.

Garðaára er blendingur silkiáru (S. malviflora) og fleiri tegunda. Hún er hávaxin og þarf stuðning.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page