top of page

Thalictrum diffusiflorum

Nönnugras

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

meðalhátt, um 30 - 40 cm

Blómlitur

ljós fjólublár

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

SV-Kína

Brjóstagrös, Thalictrum, er stór ættkvísl um 120-200 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni á tempruðum svæðum. Einkennandi fyrir tegundir ættkvíslarinnar eru fínskipt lauf og blóm án krónublaða en með löngum fagurlega lituðum fræflum í gisnum toppum. Sumar tegundir hafa fagurlituð bikarblöð. Þær vaxa yfirleitt á skuggsælum stöðum í frekar rökum jarðvegi. Ein tegund, brjóstagras, vex villt á Íslandi.​

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í nóvember.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita í nokkrar vikur og síðan sett út fram að spírun.

Fíngerð fjölær planta.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page