top of page

Trollius chinensis

Kínahnappur

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

hávaxinn, um 60 - 120 cm á hæð

Blómlitur

appelsínugulur

Blómgun

júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

lífefnaríkur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

A-Rússland, NA-Kína

Glóhnappar, Trollius, er lítil ættkvísl um 30 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni dreifð um  nyrðra tempraða beltið með mestan tegundafjölda í Asíu. Þeir vaxa almennt í blautri leirmold í heimkynnum sínum en gera engar sérstakar jarðvegskröfur í görðum.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í september - nóvember.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita í 2 vikur og síðan sett út fram að spírun. Fræið þarf að frjósa, svo ekki er nóg að geyma það í kæli.

Hávaxin planta sem þarf almennt ekki stuðning ef hún er á sæmilega skjólgóðum stað, en getur þó fokið um koll í miklu roki. Harðgerð og auðræktuð.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page