kíkti í sveitina í dag og þar var allt á réttri leið og mjög vel vökvað. Ég setti niður tvö reynitré á uppstigningadag og þau virðast ætla að spjara sig vel.

Rauðberjalyngið (títuber) frá Þöll virðist hafa það gott í móanum.


Nýju reynitrén tvö. Það var enn frost í jörðu þegar þau fóru niður en það hefur svo rignt stanslaust síðan. Þau komu úr garði í Áslandinu í Hafnarfirði.

töfratré (og dvergfura ofar). Það er eitt bleikt blóm en það fór niður 2016 minnir mig.
Annars hef ég ekkert sinnt plöntunum mínum í vor og ég hlakka til að komast í það. Það hefur verið svo kalt og blautt en mér sýndist í fljótu bragði að flest væri á lífi.
Gaman að sjá þig Petrína. Þetta eru myndarleg reynitré. Sætt að sjá töfratréð kúra þarna við þúfuna. :)
Ég á helling af litlum birkiöngum ef þú vilt.
Já, ég er loks að komast aðeins af stað :) Enda hefur vorið ekkert verið til að lokka mann í garðinn. Ég er alveg til í birkikrútt, fæ kannski að koma við hjá þér fyrir næstu austanferð.
Ég safnaði þó nokkru af fræjum í haust, birki, fjalldrapa, greni og furu. Hef verið að dreifa þeim um landið og á bersvæði en það er auðvitað bara smá tilraun og ég veit ekki hvað kemur úr því. Mér finnst amk að það mætti alveg vera meira af hærri gróðri þarna eða bara einhverjum gróðri :D Annars var ég að hugsa um að reyna að útbúa svona naslbakka fyrir fuglana í haust. Vera dugleg að safna könglum, fræreklum og slíku og bera á borð fyrir fuglana því þeir eru jú bestu sáningarvélarnar, er það ekki annars?
Þú ert alltaf velkomin. Birkiangarnir eru dreifðir um upphækkaða beðið meðfram götunni - ég tek þá upp þegar ég veit hvenær er von á þér. Þeir vaxa betur í beðinu en í litlum pottum :). Góð hugmynd með hlaðborðið fyrir fuglana. :)
Gaman að sjá þig aftur Petrína💞. Það er allt seint að laufgadt hér hjá mér, birkið er ekki orðið laufgað ennþá nema að hluta, en allt virðist vera vel lifandi og ekkert kal. vona að allt dafni vel hjá þér í sumar.
Já, það virðist lítið hafa drepist en svolítið kal hjá mér í smærri trjáplöntum. En þetta kemur allt saman :)
Ég veit eiginlega ekki hvað er að gerast með þetta grey. Tók mynd og ætla að taka aðra fljótlega til að sjá hvað gerist á milli. En ég strauk yfir og rauðu nálarnar eru enn fastar.
Reyndar man ég ekki heldur hvað það heitir.
Getur verið að þetta sé japansýr?
aths - Rannveig stingur upp á þin
08.06.18 tók rúnt og þinurinn er allur að koma til.
Svartgreni frá Ingibjörgu í Hveragerði. Keypti það á útsölu fyrir einhverjum árum af því að það var flokkað með ljótum plöntum ;) En ég hef trú á því og það hefur stækkað og dafnað og virðist ætla að hætta að vera ljótt einn daginn. Þykir amk vænt um það.
Fann gamla mynd af svartgreninu sem fór niður 2015.
Í fyrra sá ég svo fallegt reynitré með fagurbleikum
berjum á skógræktarsvæðinu í Höfðaskógi og hirti nokkur ber. Tréð var merkt rúbínreynir. Ég hreinsaði fræin og henti þeim út í þennan pott sem stóð svo úti í vetur. Það virðist vera að lifna yfir nokkrum þeirra og verður gaman að sjá hvað verður úr þeim.
02.07.
nú eru þetta uppáhalds reynitrén 🤪
hef aldrei ræktað tré frá fræi.
Petrína, það er alltaf spennandi að rækta plöntur af fræi. Vona að þessar litlu plöntur haldi afram að vaxa og dafna. Reyndu að skýla pottinum eins og þú getur í vetur og dreifplanta þeim svo i potta næsta vor. Eru komin nokkur alvöru lauf núna?
Nokkrar stöðumyndir
Mér finnst greyið á fyrstu myndinni svolítið þinslegt - japansýrinn hefur annað vaxtarlag. Gaman að svartgreninu - það er karakter í svona trjám. :) Ég er með nokkrar plöntur af rúbínreyni sem ég ræktaði af fræi. Þær eru ekki farnar að blómstra enn, en hlakka til :) Það er þolinmæðisverk að rækta tré af fræi.
Þetta er mjög gróskulegt að sjá hjá þér. :)
mynd var tekin 2015 þegar það var frekar þröngt þarna hjá greniræflinum og birkihríslu. Tók svo hrísluna og ákvað að leyfa greninu að eiga séns. kjæljæljkælkjælkjælkjlækjlkæjl
þessi mynd er svo tekin í maí 2018. Það hefur kalið en virðist vera á réttri leið.
Heil og sæl Petrína. Miðað við stöðumyndirnar virðist vera farið að vera ansi gróðusælt í Brekkukoti. Ég held að plantan með rauðu nálunum sé einhver þinur. Þinut hefur víða farið mjög illa í vetur og vor. Ég keypti tvo þini í Nátthaga í fyrrahaust af tómri bjartsýni og hafði svo ekki heilsu til að planta þeim út en geymdi þá í góðu skjóli í vetur. Önnur þeirra var eldrauð í vor en hin er rauð að neðanverðu. Þriðji þinurinn var planta sem ég ræktaði af fræi var líka illa farin. Þetta er kal segja mér fræðingar. Ég plantaði þessum greyjum í móann um daginn, bara til að sjá hvort einhver sjens sé á að þeir lifni. Það verður spennandi að fylgjast með litlu rúbínreyniplöntunum þínum.
Já, ég vona að þinurinn nái sér, hjá okkur báðum.
Mínir drápust, ég henti þeim og er búin að planta öðrum í holurnar😉
Laukarnir frá Hollandi farnir að opna sig
æðislega fallegir og mikið flottara þegar þeir eru svona marghöfða
Vá flottar 😍
Já! nú verður gaman næstu vikurnar 😄
Hér sést að það er komið nýtt brum á þininn og vonandi nær hann sér
Frábært að hann er að lifna.😍
Kom í sveitina í kvöld eftir nokkurra vikna fjarveru og leist ekki svo vel á stöðuna. Margar laufhríslur, aðallega rifsber og slíkt, eru algjörlega brúnar. Sem sagt, búnar að laufgast en allt dautt. Hér er auðvitað búið að rigna mikið svo ekki er þetta þurrkur eða sólbruni. Vitið þið hvað er að gerast?
Ég var ekki búin að sjá þennam póst. Mér sýnist þessar skemmdir ekki vera af völdum skordýra. Það er ekki ólíklegt að þetta sé vegna næturfrosts, það var svo kalt í júní og reyndar í júlí líka. Vona að plönturnar hafi komið með ný lauf.
Ég þekki ekki aðstæður í Brekkukoti. Hallar landið eða er það “slétt” með bollum og lautum? Það tók mig nokkur ár að lesa landið mitt, Jarphaga. Ég las mér til á sinum tima að maður ætti að forðast að planta í frostdældir. Ég plantaði fleiri bökkum af greni þar sem mér sýndst vera nokkuð flatt svæði, ef maður telur ekki þúfurnar með 😉. 80% af plöntunum drapst út af næturfrosti sem lagðist í lægstu staðina í landinu. Ég er reyndar ennþá að reka mig á þetta og missi plöntur vegna næturfrosts. Þú skalt athuga þetta í landinu þínu og ekki planta trjám og runnum á stöðum þar sem kalt loft (sem er þyngra en það sem er hlýrra) getur lokast. Þetta virkar svona eins og vatn, það rennur niður á við og ef það kemst ekki áfram myndast pollur eða tjörn. Ég er að prófa að planta fjölæringum í svona svæði hjá mér og þeir virðast lifa ...ennþá.