Er með nýjann (gamlann) garð sem ég ætla að taka algjörlega í gegn. Gera beð, palla og fleira. Á töluvert mikið af gróðri sem fylgdi mér hingað.
Það er ekki hægt að segja að þessi garður hafi verið í órækt en............. Aðalplönturnar eru sóleyjar og fíflar en þeim fer fækkandi einnig er töluvert af mosa en lítið af grasi. Í fyrra klippti ég niður rifsberja og stikkilsberjarunna. Það voru 7 rifsber og aðeins fleiri stikkilsber á runnunum. Úr sér vaxnir berjarunnar fengu nýja merkingu við að klippa þá niður. Lengstu greinarnar voru frá 2 til 3m langar með laufblöðum fremst á greinunum. Áður en regntímabilið byrjaði þá var hreinsað aðeins til og kurlað. Man ekki hvað voru margir pokar af illgresi og kurli voru fylltir í fyrstu atrennu. Bærinn sá um að taka illgresispokana, síðan þá hafa bæst við 11 pokar og eiga eftir að vera fleiri. Létum klippa niður 2 háar aspir, gullregn og neðan af 3stk af hegg og 1 reynitré um 2 m til að auka birtu í garðinn. Sé eftir því að hafa látið þá taka helming af greinunum, hefði viljað kurla þær líka. Get sosum ekkert kvartað er búin að kurla í 24 poka :D
Var mjög ánægð með sjálfa mig í gær, var 11 tíma úti í garði. Afrekaði samt ekki að klára sérstaklega stórt svæði ca 5fm. Var að stinga upp torf og hreinsa moldina úr því.

Vá, þú ert öflug að vanda :) Hvaða dásemdarplanta er á myndinni?
Gaman að sjá þig Kidda - þú situr ekki aðgerðalaus frekar en fyrri daginn :) Ég spyr eins og Petrína - hvaða planta er þetta?
Gott að þú ert komin hingað inn Kidda mín. Það verðu spennandi að fylgjadt með framvindunni í nýja garðinum þínum. Það er kraftur í þér að vanda. Þetta er afar fallegur runni á myndinni, Veistu hvað hann heitir?😍
Þessi dásemd heitir Pernettya, því miður á ég ekki þessa en vildi óska að svo væri. Er nokkuð viss um að hún sé ekki seld hérna heima en auðvitað var hún á gróðrarstöðinni í Rotterdam Ca 50cm planta kostaði 7.99 evrur.
Ákvað samt að hafa hana sem 1. mynd. Það liggur við að ég eyði myndunum sem ég tók í Rotterdam, þó að það væri bara vegna þess að verðið á öllu sést á myndunum.
Dásamlega fallegur runni. Ég held að þú þurfir að setja myndina inn i fyrsta kaflann sem þú skrifaðir til þess að hún komi inn sem haus á garðinn þinn. Þú smellir á punktana efst hægra megin til að breyta og svo á publish þegar þú ert búin.
Já fallegur er hann. Þetta er rétt hjá Möggu. :)
Sælar, það verður spennandi að fylgjast með framvindunni hjá þér 🤗
Hef notið þess að leika mér og slaka á úti undanfarna daga þegar það hefur verið þurrt. Prófaði að vera úti um daginn í rokinu sem kom. Mæli með þvi að vera úti að leika sér í roki, virkilega hressandi. Létum klippa niður 2 háar aspir, gullregn og neðan af ca 1.5-2m af þremur stk af hegg og svo af reynitré. Öll voru klippt til að losna við skugga frá þeim, get þá nýtt þann hluta af garðinum undir annað. Þar sem ég er í hópi óvina aspa í heimilisgörðum þá þurfti ekki einu sinni að spá í þær. Fyrsta verkið á bak við hús var að fletta upp jarðvegsdúk sem var undir kurli og sóleyjum. Undir honum voru komnar mikið af rótum á yfirborðið. Náði að rífa upp allar r´tur sem ég fann. Sumar þeirra voru orðnar töluvert langar, 1 asparrót sem ég náði að rífa upp í heilli lengju var 21.30m +svo 1-2m að stofni. Fletti svo torf sem var á svæðinu sem upphækkunarbeðið á að vera. Það verður nýtt í botninn íupphækkunarbeðunum.
Létum kurla 5 gamla og 2 nýja aspastubba og þetta er afraksturinn. Fínasta efni í moltu, ætla meðal annars að blanda þessu við grasið.
Þetta eru nýjustu garðverkfærin. Fjölnotasögin á sverar rætur, dúkahnífurinn á jarðvegsdúkinn og kúbeinið til að hreinsa mosa af stéttinni og losa um annann óæskilegann gróður þar.
Það hefur ekki allur gróður lifað af veturinn í fötum og kössum eða eru vonandi bara seinar að koma upp. Veit um sumar tegundir sem hafa ekki lifað af og sem ég vona að eigi eftir að koma upp. Hef þá góða ástæðu til að safna fleiri tegundum.
Var um daginn að pæla í hvernig sláttuvél við ættum að kaupa miðað við hve grasflötin ætti að vera stór og líka höfðu verið pælingar hvernig pallurinn ætti að vera. Hefði betur sleppt því. Búið að kaupa sláttuvélina, ekki alveg búið að ákveða pallinn en pælingar um að fá gróðurhús kom upp. Meira að segja hvar það ætti að vera. En það verður að bíða alla vega til næsta árs.
Það er spennandi að fylgjast með framkvæmdunum hjá þér kona. Bara allt að gerast.
Það hefur slatti af plöntum drepist í uppeldisreitum hjá mér. Skammast mín fyrir að segja það, en ég er eiginlega fegin, ég sé ekki fyrir endann á útplöntunum. Vona að ég fái hjálp við það í sumar. Það er æðislegt að hafa gróðurhús Kidda, passaðu bara að hafa það nógu stórt.
Ef þú átt afgang af roðalyfjurtinni, hafðu mig þá í huga.
Það er búið að vera alveg frábært garðvinnuveður þessa viku. Var eiginlega alveg nauðsynlegt að fá rigningu, bæði fyrir garðinn og mig :) Það drapst líka mikið hjá mér, þetta var ferlega erfiður vetur fyrir gróðurinn. Þetta er mjög fínt kurl. Hlakka til að fylgast með framvindunni. :)
Ljótt að segja það en mér léttir við að heyra um að ég hafi ekki verið ein um að tapa dýrgripum ;)
Kidda, ég missti margar plöntur en það þarf kraftaverk til að ég klári að planta öllu út í sumar.😍😉 Ég vona að allt gangi upp hjá þér 😄 er nokkuð nýtt að frétta?
Komin 31.ágúst og lítið búið að ske hérna síðan í vor. Nema að það er búið að steypa stoðir öðru megin á lóðarmörkum og minn elskulegi maður mokaði og slétti úr parti bak við bílskúrinn. Felldum líka 2 stk af hegg og 1 stk reynitré. Ætlum að gera skúr upp við bílskúrsvegginn til að geyma öll verkfæri og annað tengt garðverkum.
Það eru skjólveggir á báðum lóðarmörkum og engin stoð var steypt niður. Bíð enn eftir gröfu til að koma og rífa upp asparætur í öðru horninu og er enn í baráttu við helv. hóffífilinn í hinum hlutanum :( Hef verið dugleg að úða roundupinu á alla sem koma upp. Þori ekkert að hreyfa við jarðveginum þar, einn daginn taldi ég 43 sem voru komnir upp en eru núna yfirleitt í kring um 10. Svo að vonandi er roundupið að gera eitthvað gagn.
Allar plöntur enn í fötum eða kössum og ætli þær verði ekki þar til næsta sumars.
Það verður aldeilis frábært þegar þú verður búin að ráða niðurlögum hóffífilsins. Það er ekki skemmtileg barátta. Það getur heldur betur tekið á þolinmæðina þegar það eru svona flöskuhálsar sem hindra mann í að komast í gang. Þú hefur alla mína samúð. Það tekur á að byrja svona upp á nýtt. Vona að plönturnar hafi það sem best í vetur.
Gott að heyra frá þér Kidda min. Vona að þú sert að ná þér. Þú bara reynir að taka það eins rólega og þú getur og fínt að betri helmingurinn er duglegur að hjálpa til. Ég tók fyrir þig græðling af rauða hnoðranum (sedum novem) sem ég er með hér í sveitinni. Held að það séu komnar rætur. Vona að þú fáir gröfu fyrir veturinn svo,að þú getir byrjað af krafti næsta vor.
Jæja, loksins eitthvað jákvætt að frétta úr mínum garði. Veit ekki hvað fór mikið af efni en það mun alla vega koma slatti af efni í staðinn. Núna er bara Geitaskegg og Sýrena eftir af upprunalega gróðrinum ásamt smá bletti af grasi þar sem pallurinn á að koma. Þetta græna svæði sem sést á fyrri myndunum var aðallega fíflar, mosi, smá gras og hellingur af rótarskotum.
Lét taka aðeins meira en ég ætlaði fyrst að láta taka en er mjög sátt við að hafa gert það.
Vá nú ertu bara með ”tóman striga”! Kominn tími til að byrja að mála með blómum. Hlakka til að sjá blómalitina flæða yfir garðinn þinn. Til lukku og gangi þér vel Kidda min.
Til hamingju með að þetta sé komið svona vel af stað. Hlakka mikið til að sjá framhaldið!!