Jun 5, 2018

Jarphagi, júní 2018.

52 comments

Í mínum huga er júní fyrsti sumarmánuðurinn. Hér er jörðin samt ennþá fölleit þar sem grasið er ekki ennþá komið upp úr sinunni nema á stöku stað. Birkilaufið er að verða útsprungið, það er svo fallegt núna áður en birkikemban ræðst á það. Við komum hingað í skýjuðu veðri en mildu í dag. Þessar elskur stóðu heiðursvörð þegar við mættum á svæðið.

 

 

 

 

 

Kíkti aðeins inn í gróðurhúdið, en það er eiginlega orðið troðfullt. Flest plönturnar fara samt út í íslenska sumarið áður en langt um líðu. Margar rósir eru blómstrandi núna og þær hafa vaxið heil ósköp og blómknúppar eru óteljandi á sumum. Sú sem heillaði mig mest nu a er Hazeldean.

 

 

 

Falleg er hún. Er þetta þyrnirós?

Það er orðið litskrúðugt í móanum. 😀 Fallegir lyklarnir.

Jun 5, 2018

Já hún er hybrid spinosissima. Þessir blóm komu mér öll á óvart, við fórum héðan á fimmtudaginn var og þá bólaði ekki á þeim! Ég var nú búin að steingleyma að það voru páskaliljur þarna, þau glöddu mig svo sannarlega.

Jun 6, 2018

Svo fallegt Magga.

Jun 6, 2018Edited: Jun 8, 2018

Góður dagur, en athyglisbresturinn allsráðandi. Tókst að planta nokkrum Villa nova sýrenum af græðlingum sem ég fékk hjá hjónum í Árbænum. Vona að ég klári að planta þeim á morgun. Spreyjaði rósirnar með sítrónudropablöndu lúsaeitri og sprangaði um landið og hreinsaði frá plöntum og tók nokkrar myndir. Æfði lyftingar með hraungrýti. Fann þrastarhreiður.

Þetta var mér sagt að héti skjaldmeyjarblóm.

Burnirót

Þekkið þið þetta blóm? - Roðasteinbrjótur.

Þennan runna ræktaði ég af græðlingi og merkið týndist. Fróðir menn segja að þetta sé heggur. Ég bara voma að það reynist rétt.

 

 

 

Jun 6, 2018Edited: Jun 8, 2018

þrastarhreiður í móanum

Lykill? Huldulykill.

 

Jun 8, 2018

Plantað, spáð og spekulerað. Hef haft gróðurhúsið opið á daginn, og í dag færði ég hluta af blómunum út. Sumt fór samt inn aftur í kvöld. Hlýr og mildur dagur. Rósin Agnes.

R. Felix Leclerc

 

 

 

Fallegar rósirnar. 😍

Bleika blómið er steinbrjótur, gæti verið roðasteinbrjótur. Guli lykillinn er huldulykill.

Gaman að hreiðrinu, eggin eru svo fallega blá.

Ævintýrin gerast í móanum þínum Magga 🤗 ég dáist af dýrðinni þinni. Sérstaklega hreiðrinu, á mínum slóðum syngur mávurinn sínum ráma rómi hæst. Burnirótin er svo falleg, ég á eina sem ég held mikið uppá. Lyklarnir og rósirnar þínar guðdómlegar. Hlakka til að sjá meira frá þér. Ég sit með kaffið mitt í gróðurhúsinu og læt sem það sé ekki suddi úti 😏 er nýbúin að flytja út blómin sem ég sáði fyrir í vor. Spurning hvað ég geri við plássið sem myndaðist í staðinn. Setti fræ af Sól blómum niður og þau rjúka upp. Kannski þær fari í innibeðið i gróðurhúsinu. Þar til næst, hjartans kveðjur. Viddý

 

Jun 8, 2018

Huggulegt hjá þér Vigdís og til hamingju með nýja gróðurhúsið. Gróðurhúsið mitt sem ég fékk i fyrrasumar er smekkfullt svo að varla er hægt að tylla sér niður. Er nýbúin að færa sáðplöntur út og hef verið með ‘opið hús’ síðustu daga til að herða rósir og lyngrósir sem eru á leiðinni í móann. Þá verður lítið eftir nema vinviður og tvær eða þrjár tómatplöntur. Ég er að hugsa um hvort ég ætti að fá mér eitt eða tvö ávaxtatré til gamans. Ég er félagi í Trjáræktarklúbbnu og er með mikið af trjáplöntum sem ég á eftir að planta út í móann. Klúbbfélagar hafa aðgang að stóru gróðuhúsi hjá Skógræktinni og þar er ég með plöntur sem verða fluttar hingað austur, Einhverjar verða settar inn í gróðurhúdið hér.

 

 

Jun 8, 2018Edited: Jun 8, 2018

Ekkert smá blómlegt hjá þér Magga. 😍 Það er á stefnuskránni að eignast aftur gróðurhús einn daginn, hvenær sem það nú verður. 😊

 

Og svakalega er huggulegt í gróðurhúsinu þínu Viddý - flott að hafa svona upphækkuð beð. Er þetta heimasmíðað gróðurhús?

Jun 8, 2018

Smá regnúði öðru hverju. Gat potað nokkrum plöntum niður. 2 furur, 5 silfurblöð, 1 kvistur og nokkrar Villu nova sýrenur Hélt að ég hefði klárað þær en þegar ég var að taka til fann ég eina sem hafði orðið eftir. Ef þær lifa þessar elskur verður einhvern tima fallegt hér. Bóndinn lagaði girðinguna.

 

þetta er rósin Hansaland. Mér finnst hún algjört æði. Einhvern tíma fæ ég mér aðra 😍

 

Ég týndi fyrsta alpasveipnum sem ég eignaðist. Hann fór undir veginn heim að bústaðnum, ég var nokkuð viss um það. Í dag var ég á rölti norðan við veginn og þá rak ég augun í eitt lauf sem stóð upp úr sinunni. Getur verið að þetta sé alpasveipurinn afturgenginn?

 

 

 

 

Jun 11, 2018

Þurftum að haska okkur í bæinn á laugardaginn. Nýr dóttursonur fæddur, oggu, pínu lítill. Hann verður öflugur í Jarphaga innab fárra ára.

 

 

Þessar tvær þarf ég að aðskilja með einhvetjum ráðum. Ég held að það dugi ekki að reita tvítönnina frá, ég hugsa að ég verði að taka hostuna upp og reyna að ná tvitönninni í burtu. Ég á nóg af henni. Það má næstum segja að hún sé sníkjuplanta, hún var lika búin að umkringja tvær lyngrósir sem ég fluti úr ganla garðinum. Ég setti lag af pappa i kringum lyngrøsirnar nýlega en á eftir að athuga hvort það beti árangur. En svo er kannski allt í lagi að leyfa þeim bara að vera.

 

 

 

Það er erfitt að segja með laufblaðið - en þetta gæti vel verið alpasveipur.

Innilega til hamingju með dóttursoninn!

Þær eru orðnar ansi samofnar, brúskan og tvítönnin, en það ætti að vera hægt að hreinsa tvítönnina frá með því að stinga þær upp. Þær eru ósköp fallegar saman, en kannski nýtur brúskan sín betur ein síns liðs. :)

Jun 11, 2018

Til hamingju með ömmustrákinn þinn.

Jun 12, 2018Edited: Jun 12, 2018

Magga mér finnst þær virkilega flottar saman tvítönnin og hostan ;) já og til hamingju með ömmustrákinn þinn <3 ef þig vantar alpasveip þá á ég handa þér. Lúpínubreiðan er dásamleg :)

 

Rannveig, já gróðurhúsið er heimasmíðað, bóndi minn smíðaði það fyrir mig. Beðið er upphækkað vegna þess að húsið er hlaðið á hluta, og nær beðið uppað brún hleðslunar, það er léttara að vinna við beðið í þessari hæð. Mig var búið að dreyma um gróðurhús í mörg ár, grunnurinn beið í 8 ár eftir húsinu, nú er það komið :) og ég alsæl <3

Jun 13, 2018

Þakka ykkur fyrir hamingjuóskirnar. Nýjasti prinsinn heitir Theodór Fumi Blom. Dóttir mín fór í bráðakeisars og hann var aðeins 920 grömm svo hann verður á vökudeild næstu mánuðina, en hann virðist nú dafna vel sem betur fer.

Viddý, þakka þér fyrir en ég á orðið nokkra alpasveipi. Fékk frá Guðrúnu (var það kannski fjallasveipur sem þu gafst mer Guðrún? )og svo fékk ég í fyrra frá Nönnu, sem er mikið á Ræktaðu garðinn,

stóra plöntur sem ég skipti í nokkrar

Jun 14, 2018

Komin í sveitina og þarf að drífa í að vökva. Sumar rósirnar eru dálítið lúsugar svo að ég þarf að blanda sítrónudropasprey á þar strax. Annars er ég að verða frekar pirruð, mér finnst ekki nógu hlytt til að skella bæði rósunum og lyngrósunum út. Hef haft dyrnar á gróðurhúsinu hálfopnar til að reyna að herða þær. Kannski er ég bara allt of mikil kveif. En verð að fara að drífa í þessu🌹.

Hansaland:

William Baffins

 

 

Fallegar rósirnar. 😍 Ég held að þér sé alveg óhætt að setja lyngrósirnar út - ég er búin að gróðursetja mínar og þær líta bara vel út. Eins með rósirnar, rósirnar mínar eru í góðum vexti þrátt fyrir kuldann. Margar komnar með knúppa.

Mikið er Hansaland falleg, hún er a óskalista mínum. Ég á Páfarós sem er ekki að gleðja mig neitt. Mér var ráðlagt að kaupa hana a sínum tíma vegna staðsetningar, talin góð í grindvíska rokið. Nú vil ég hana burt og vil fá eitthvað fínerí í staðinn. Skil vel að þú veigrir þér við að setja djásnin þín út. Blandar þú sjálf þetta lúsaeitur?

Jun 15, 2018

Takk Rannveig, já það er eiginlega ekki hægt sð draga það lengur. lyngrósirnar eru orðnar svo stórar. Ætla að ná mér í hrossatað á morgun til sð bæta móamoldina hér. Plantaðir þú þínum lyngrósum i grúppu(r) eða dreifir þú þeim? Ég er að hugsa um að hafa svona 3-5 saman(er með 30). og setja líklega nokkrar í leynigarðinn. Rósirnar verða flestar hér nálægt bústsðnum.

 

Viddý, já ég held mikið.uppá Hansaland rósima, ég held að hú sé með þeim duglegustu. Ég blanda sjálf, en það er ekki eitur, þó það drepi lýs. 2 tsk sítrónudropar og 2 dropar uppþvottalögur í litla spreyflösku af volgu vatni. Hrista aðeins svo þetta blandist vel og uða rósirnar vel. Þarf að endurtaka reglulega.

New Posts

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon