May 19, 2018

Jarphagi - Lyngrósir.

18 comments

Edited: Sep 20, 2018

Við erum hér með fjölskyldunni um hvítasunnuhelgi. Veðrið er afspyrnu leiðinlegt með hvössum hryðjum upp í 24m/sek. Við Bragi Páll fengum okkur smá blómagleði í gróðurhúsinu. Það er nú ekki amalegt að geta skotist þar inn í svona veðri.

 

Þessar rauðu lyngrósir eru Hachmans Feuerschein.

 

Silberwolke.

 

Silberwolke og Cunningham´s White.

 

Ég fékk um 30 lyngrósir í fyrra. Hafði þá því miður ekki tök á að planta þeim út en setti þær í stærri potta og hafði þær í sæmilegu skjóli. Geymdi þær í gróðurhúsinu í vetur. Þær verða settar út þegar veður leyfir og plantað í jörð. Ég gæti samt vel hugsað mér að hafa eina eða tvær í stórum pottum. Hafið þið reynslu af því?

 

 

 

 

May 19, 2018Edited: May 19, 2018

Mikið er blómlegt í gróðurhúsinu hjá þér. Það er ekki amalegt að hafa svona athvarf þegar veðrir er leiðinlegt. Ég hef ekki prófað sjálf að rækta lyngrósir í pottum, en ég held að það ætti að vera auðvelt því rótarkerfið er mjög þétt og þarf því ekki mikið pláss. Það hefur þann kost að hægt er að koma pottinum í skjól yfir veturinn, en það þarf aftur á móti að passa vel að það þorni ekki í pottinum. Mig minnir að mamma hafi verið með einhverjar lyngrósir í pottum, verð að viðurkenna að ég man ekki alveg hvernig þag gekk. Skal kanna málið. :)

 

Ég pantaði Hachman's Feuerschein í fyrra. Mikið vona ég að hún eigi einhverntíma eftir að blómstra. Ofboðslega flottur litur.

May 19, 2018

Takk Rannveig. Ég fékk 3 Hachmanns Feuerschein, ætlaði systur minni eina, en leyfði henni svo að velja og hún tók hana ekki svo að ég er með 3 eins, sú þriðjaer ca viku seinni með blóm.

May 20, 2018Edited: Jun 9, 2018

Gróðurhús eru dásamleg, sérstaklega í svona veðri 😊 þekki ekki til lyngrósa i pottum. Keypti eina i Bauhaus núna fyrir skömmu sem ég ætla að hafa í potti í og við mitt gróðurhús. Þær eru svo miklir gleðigjafar 🐝

fann nafnið 🌸

 

 

Flott mynd. ☺ Lyngrósirnar lífga heldur betur upp á tilveruna á meðan þær eru í blóma. Vona að þín lifi góðu lífi í pottinum. ☺Veistu hvað hún heitir?

May 20, 2018

Þið eruð flottar saman Vigdís.

May 27, 2018

Cunningham´s white. þessi mynd er frá 12. maí 2018

 

Double Dots var mjög spör á blómin. Aðeins eitt stakt blóm fékk ég, en það var talsvert óvenjulegt, það opnaðist mun meira en ég hef séð áður á lyngrósum og með fjölda af ”doppum”.

 

Svo eru margar af lyngrósunum með mjög skrautlegt lauf.

 

 

 

Flottar. :) 'Double Dots' er ferlega sæt. Flott þetta gráloðna lauf - þetta er væntanlega einhver yakushimanum blendingur?

Jan 7Edited: Jan 7

Listi yfir lyngrósir sem ég fékk hja Sólveigu og Óla vorið 2014.

Kopierað af cubits:

17. Júní 2018.

Þessar lyngrósir fékk ég vorið 2017. Hafði þær í gróðurhúsinu á Mógilsá fyrstu mánuðina, flutti þær austur í Jarphagaí fyrrasumar. Þær fengu svo skjól i kalda gróðurhúsinu sl. vetur ásamt fjölda rósa sem ég fékk líka í fyrra. Þær hafa stækkað heilmikið. Vorið hefur verið kalr og það er fyrst núna að ég er að byrja að planta þeim

 

Rhod. Cunningham's White​​-24C​​ 3 stk

Rhod. English Roseum​​​​ 3 stk

Rhod. Claudine ​​​-24 C. 3 stk

Rhod. Constanze. 1 stk

Rhod. Diadem ​​​- 21 til -24C. 1 stk

Rhod. Double Dots ​​-21 C Sérkennileg. Gullverðlaun 2 stk

Rhod. Goldbukett​​​, Lægra en -24C​, 3 stk.

Rhod. Graffito® ​​​-24C Mjög góð, harðgerð og vindþolin, 3 stk

Rhod. Hachmann’s Charmant® ​​​​​​​​​​ Lægra en -24C Mjög falleg. Nokkuð harðgerð, 1 stk

Rhod. Hachmann’s Feuerschein® ​-24C​Nokkuð vindþolin, 3 stk.

Rhod. Haithabu​-24C Mjög vindþolin og harðgerð, þykk blöð stór og opin blóm, 1 stk

Rhod. Junifeuer ​​​-24C, 1 stk.

Rhod. Kabarett®​​​-24C Mjög falleg, nokkuð vindþolin. 1 stk.

Rhod. Le Progres​-24 C​Mjög falleg. Þarf skjól fyrstu årin. Blómviljug. 1 stk.

Rhod. Old Port ​​​​​Harðgerð, 1 stk.

Rhod. Polarnacht​​​​​-24C. 2 stk.

 

yakushimanum-hybrids:​Stærð 15 til 20 cm :

 

Rhod. Flava​​​​​-24C Harðger og hefur reynst vel hér á landi. 2 stk

Rhod. Nicoletta(S)​​​​Lægra enn -24C Harðgerð flott. 1 stk

Rhod. Silberwolke​​​​-24 C. 1 stk

Rhod. Sonatine​​​​-26 C Mjög falleg, blómviljug og harðgerð. 1 stk

Plantaði þessum lyngrósum fyrir lok júní í móann nálægt gróðurhúsinu. Setti skjólnet fyrir norðaustan vindi og skjólgirðing í byggingu skýlir fyrir SA - NV vindi. Sett var ein fata af hrossataði í hverja holu þegar plantað var og gefið svolitið blákorn. Í haust fannst mér laufið dálítið farið að missa lit. Nu verður bara að vona að þær hressist í vor.💖

Var að panta þessar

3 stk Cunninghams Snow White

3 stk English Roseum

3 stk Goldbukett

3 stk Pink Purple Dream

 

 

Ég féll í freistni og pantaði 9 af listanum þó ég ætlaði alls ekki að bæta fleirum við .... :) Réttlætt sem mikilvæg tilraunastarfsemi. :)

@Rannveig Guðleifsdóttir Ég er ansi hrædd um að lyngrósirnar mínar fari illa í vetur svo að þessar verða notaðar til uppfyllingar í skörð sem ég er nokkuð.viss um að verða þar í vor.

Feb 12

Það á eftir að verða blómlegt hjá ykkur. Ég pantaði bara tvær.

Guðrún, ég pantaði engar í fyrra😉

Feb 13

Verð aðeins að hugsa um plássið, hefði getað hugsað mér fleiri.

Oh, ég var að reka í augun í Silberwolke hér að ofan - sé hálfpartinn eftir að hafa ekki pantað hana .... hún er gordjöss! :)

Hún var sérstaklega falleg 💞

Feb 13

Silberwolke og þessi rauða eru mjög fallegar Magga.

New Posts

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon