Dec 20, 2017

Jarphagi - ræktun í sumarlandinu.

88 comments

Edited: Jan 20, 2018

Ég eignaðist landskika haustið 1998, en um það leyti hafði kviknað hjá mér mikil löngun til að reyna að rækta trjágróður. Jarphagi dregur nafn sitt af fornu túni með hálfhrundum garðveggjum þar sem Jarpur, þarfasti þjónn fortíðarinnar, naut hvíldar eftir erfiði dagsins. Jarphagi er í Gnúpverjahreppi, nálægt Árnesi. Landið er ofan a úfnu Þjórsárhrauni. Djúpur fokjarðvegur er ofan á hraunin og efst er stórþýfður mói með hólum og djúpum lautum.

Við girtum landið 1999 og stungum aspar og viðistiklingum og plöntuðu fáeinum bökkum af birki. Landið er 5 hektarar að stærð en reynslan hefur sýnt okkur að talsverður hluti þess eru frostlægðir þar sem ekki er hægt að rækta tré. Landið var tæplega talið véltækt, þannig að öll vinna við gróðursetningar hefur verið handvirk og stunguskóflur og hjólbörur notaðar í þýfinu við útplöntun um alla móa. Fyrstu árin voru gríðarleg afföll i ræktuninni þar sem síðsumarfrost og vorhret settu strik í reikninginn ásamt því að það tók mig tíma að átta mig á frostdældum sem leynast í móanum. Það var svo ekki fyrr en vorið 2014 að við fengum loksins hús með öllum þægindum, en áður höfðum við sæl og glöð notast við fellihýsi þegar dvalið var í Jarphaga.

 

 

 

Ég fagna því að við höfum fengið þennan nýja glæsilega vettvang til að spjalla um áhugamálið okkar og óska Rannveigu Guðleifsdóttur og okkur öllum sem hér eiga eftir að staldra við til hamingju.

 

Við ”garðaflórur” höfum lengi spjallað um ræktunina okkar og hér er hægt að sjá mína gömlu þræði:

http://cubits.org/gardaflora/thread/view/35042/ um sveitina.

http://cubits.org/gardaflora/thread/view/12963/ um garðinn. Nýlega fluttum við í minna húsnæði og höfum ekki garð lengur, en ég kíki oft inn á þennan þráð af þvi að ég á goðar minningar um gamla garðinn minn sem var þó ekki stór.

 

 

Hér er hægt að sjá allt gamla Garðaflóruspjallið. Það eru mörg ár siðan ég kom þangað fyrst. Ég á heilmiklar upplýsingar þar sem er þægilegt að komast í hér.

http://cubits.org/gardaflora/

Timinn er fljótari að líða eftir því sem æviárunum fjölgar. Nú erum við hjónakornin bæði komin á eftitlaun fyrir nokkrum árum og höfum góðan tíma til að dvelja í Jarphaga og njótum þess á öllum árstimun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dec 26, 2017Edited: Dec 30, 2017

Við byrjuðum á að girða landið vorið 1999. ég safnaði talsverðu magni af víðistiklingum og svo áskotnaðist mér stór og falleg alaskaösp sem var felld í næsta garði. hana klippti ér niður í stiklinga. Þetta var það fyrsta sem var plantað í Jarphaga. Aðal trjátegundin hjá okkur er birki. Við plöntuðum líka nokkru magni af sitkagreni! rússalerki og stafafuru í byrjun ásamt stiklingum. Lerkið drapst mestallt, aðeins nokkrar plöntur lifðu!, en mörgum árum seinna fóru litlar lerkiplöntur að birtast á nokkrum stöðim. Sitkagrenið drapst líka í hrönnum fyrstu árin. Við vönduðum okkur við gróðursetningu og bjuggum til v-laga skjól úr timbri og striga til að skýla plöntunum fyrir þurrum norðaustan stormum. En vorið eftir var striginn rifinn og tættur eftir veðurofsann. Næstu árin plöntuðum við nærri eingöngu birki. Seinni ár höfum við bætt við ýmsum öðrum tegundum, margar af þeim hef ég ræktað af fræi. hér er mynd af sumareikað haustlagi.

 

Ég hef lika plantað þónokkrum hlynplöntum af fræi sem ég tók af fagra hlyninum sem er á horni Vonarstrætis og Suðurgötu. Þær virðast vera mjög sterklegar, vaxa frekar hægt að mér finnst en stofn þeirra er sver og traustvekjandi og þær kelur ekki.

 

Síðan við fengum húsið og getum dvalið lengur í sveitinni hef ég bætt við mörgum fjölæringum, blómstrandi runnim og rósum. Sumu planta ég í móann nálægt göngustígum, sem Bragi minn hefur gert til að auðvelda mér að komast um með mínar hjólbörur. það er alveg ótrúlegt hvað margir fjölæringar eru duglegir í rýru landi. Vorið 2015 létum við ryðja og tæta breiða gönguleið, u-laga í kringum lága hæð rétt við húsið okkar. Við sáðum grasfræi í hana og ásamt því að vera gönguleið nýtist þetta svæði vel sem leikvöllur barnabarnanna. Ég hef plantað þar í kring ýmsu fallegu, t.d. rósum sem ég vona að lifi og þoli umhleypinga með smá skýlingu.

 

 

 

 

Jan 1, 2018Edited: Jan 2, 2018

 

við höfum dvalið hėr í Jarphaga yfir áramótin með hundinum okkar. Hann heitir Ægir og er hreinræktaður íslenskur fjárhundur og er orðinn gamall og lúinn. Hann hefur alltaf verið skelfingu lostinn á gamlárskvöld, en síðan við fengum sumarbústaðinn höfum við haldið áramótin hér í ró og spekt.

Mjög hvasst hefur verið og kalt hér síðustu daga en i dag var logn og heldur minna frost svo að við notuðum tækifærið og fórum í smá göngutúr um landið okkar. Eftir langvarandi frost með stöku frostlausum dögum hafa víðast myndast svellbunkar á göngustígum og sums staðar á túnblettum

.

En nú með nýju ári er sólin byrjuð að hækka á lofti og fljótlega fer mann að kitla i gróðurfingurna.

Útivistarmyndir frá í dag

 

 

 

 

Flottar myndir Magga - lyngrósirnar líta vel út og Ægir alltaf jafn fallegur. Sem betur fer eru kettirnir okkar ekki taugahrúgur á gamlárs - sá eldri (og nýrri) kúrði undir sófa á meðan mestu lætin gengu yfir og þeim yngri þóttir vissara að koma niður og vera með okkur en hann fór ekki í felur. Við höfðum smá áhyggjur af öldungnum því þetta voru fyrstu áramótin hans hjá okkur, en þetta gekk allt vel. Kanínurnar voru lokaðar inni snemma - en þær hafa aldrei kippt sér mikið upp við lætin og það er nóg að breiða yfir fuglabúrið, þá eru fuglarnir bara spakir. Erfitt þegar þetta tekur svona á dýrin.

Jan 2, 2018

Ja ég held að Ægir sé óttaleg stress týpa, hann hefur oftast verið órólegur ef við höfum skilið hann eftir einan heima. Við þurftum alltaf að gefa honum róandi lyf þegar við vorum í bænum um áramót en ég varð samt næstum að hafa hann í fanginu, hundinn sem ersvo langt frá því að vera kjölturakki. En hann hefur verið rólegur fyrir austan. Nú er hann orðinn næstum alveg heyrnarlaus greyið svo að líklega myndi hann ekki heyra mikið í bænum, en sjónin er góð og ljósglæringarnar eru líka ertandi. 😢😉

Jan 10, 2018Edited: Jan 15, 2018

sí Jarphaga er fallegur náttúrulegur grasbali sem í daglegu tali er kallaður Bali. Þar höfum við oft geymt kerruna um vetur af því að þar er dálítið skjól. Í dag fórum við austur og ætluðum að rúlla kerrunni þangað. En þá blasti við nokkuð sem við höfum ekki séð áður, BALINN VAR FULLUR AF VATNI!

Víðmynd (panorama)

 

 

Svona lítur balinn minn út á sumrin 😍

 

Ferlegt þegar rignir svona mikið þegar jörð er frosin. Vonandi verður í lagi með grasið. 😲

Jan 10, 2018Edited: Jan 11, 2018

Ég man aldrei eftir Balanum öðru vísi in fagurgrænum á sumrin og hef aldrei séð vatn í honum eins og núna. Veit ekki hvað maður gerir ef þarna verður flag í vor.

Jan 15, 2018

Gulur, rauður, grænn og blár - og appelsínugulur fær að vera með í þessu kaosi.

Túnið,- eða hin bogna og breiða braut😉

Blómstrandi lúpínuflag í kvöldsól💕

 

Yndislegt. Ég elska svona litagleði. 😍

Æ, vonum að balinn komi vel undan vetri - annars er ekkert að gera annað en að sá í sárin ef einhver verða.

Jan 19, 2018Edited: Jan 19, 2018

 

Nokkrar rósir úr gamla garðinum okkar voru gróðursettar í beð vorið 2016. Þær virðast þrífadt sæmilega, en mikill grasvöxtur var í beðinu sl. sumar og erum við reyna að laga það. Sl. vor fjårfesti ég i mörgum lyngrósum og rósum hjá Garðyrkjufélaginu. Þessar plöntur eru í uppeldi og verða væntanlega flestar gróðursettar í beð i vor.

 

 

 

Fallegar 😍 Hver er þessi bleika? Er Rhapsody in Blue alveg að pluma sig í sveitinni?

Jan 20, 2018

Þetta er Dornrósin mín, ég held að hún ætli alveg að standa sig í sveitinni og Rhapsody var fín í sumar. Hún virðist vera mjög dugleg. Þessar tvær voru duglegastar af garðrósunum sem ég flutti úr gamla garðinum. Aðrar sem ég flutti eru nýrri og líklega viðkvæmari rósir. Ég er búin að kaupa plastpoka til að setja yfir þær í vor, það ætti að hjálpa þeim eitthvað. annars sé ég eftir að hafa ekki tekið fleiri gamlar og garðrósir úr garðinum, eins og stóra Bonicu, Flammentanz og gömlu Pólstjörnuna. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þessar nýju sem ég fékk sl. vor standa sig í móanum😍

Mér sýndist þetta vera Dornrós en var ekki viss. :) Já, ég segi það sama - ég sé eftir að hafa ekki tekið meira úr gamla garðinum.

Jan 21, 2018Edited: Jan 21, 2018

Þessar tvær hafa staðið sig mjög vel í móanum: Sedum novem og Rómarmalurt.

 

 

 

 

 

Jan 22, 2018

Flottar myndir Magga. Glæsilega er hún Rhapsody in Blue. Fékk Sedum novem hjá þér einhvertíma, setti hann í beð í sumar. Vona að hann lifi, hann er mjög fallegur.

Já, ég fékk þennan rauða hnoðra líka, ásamt einum með gulum blómum. Ég held (vona!) að ég hafi skrifað þetta hjá mér. Þeir voru báðir á lífi í haust. En mér finnst þessi rauði alveg sérstaklega fallegur innan um íslenska móagróðurinn - það eru svo flottar andstæður. Það á reyndar við um malurtina líka. 😍

Jan 22, 2018

Fenguð þið ekki líka Malurt?. Mér finnst svo fyndið hvernig plöntur dúkka allt í einu upp í móanum, held að skýringin hljóti að vera að ég er orðin ansi gleymin😉😄

Jan 22, 2018

Ekki viss með Malurtina held ekki.

New Posts

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon