Nov 8, 2018

Jarphagi vetur 2018 - 2019

6 comments

Edited: Apr 2

Komin í sveitina undir kvöld, næstum orðið aldimmt. Rigningarsuddi en annars gott veður. Hér hefur verið mikið hvassviðri með hviðum upp i 25 metra eða meira og rigningu undanfarna sólarhringa. Ég kvíði því að heilsa upp á lyngrósirnar minar á morgun.

 

 

Nov 8, 2018

Fyyrir nokkru síðan keypti ég “Drumstick” lauka í Costco. Þegar ég ætlaði að setja þá niður var jörð orðin gaddfreðin svo að ég taldi best að setja þessa 120 smálauka í potta. Ég átti svo erindi í Garðheima nýlega og þá voru allir laukar á 50% afslætti. Ég keypti því meira af LAUK -laukum, þ.e. Þessum stóru. Keypti lika ægilega fallega fyllta bleika ´Angel´ Túlípanalauka og bleika Scilla lauka. Var svo að planta þessu í potta áðan. Setti drumstick laukana i pottana með risalaukunum en Scillurnar með túlipönunum. hlakka til að sjá hvort þetta spírar og blómstrar í vor.

 

 

Þetta lofar góðu. 😍 👍 Mjög vel valið hjá þér - þetta verður flott saman. 😊

Nú er sólin loksins að byrja að hækka á lofti. Ég sáði í kvöld fræjum sem ég fékk frá Rósaklubbi Garðyrkjufélagsins. Þetta eru fræ sem Rick Durand sendi klúbbnum. Ég er mjög spennt að sjá hvernig plöntur eg fæ upp, en þetta eru mest “open pollinated” rósafræ og svo nokkrar tegundir af eik, hlyn og skrautepatrjám auk einnar sortar af prunus, svokallað Sandcherry.

 

 

 

 

 

Apr 2Edited: Apr 2

Ég hef aðeins komið tvisvar í Jarphaga í vetur. í fyrra skiptið var ég eina nótt í janúar og seinna skiptið var núna um miðjan mars.

Januar

 

Mars

 

 

 

 

 

Græðlingar af plöntu sem var hálf rengluleg svo að ég klippti hana niður í haust og stakk þessum öngum í pott. garðskriðnablóm ‘variegata´

 

Flott svæðið í kringum gróðurhúsið :) Þetta kemur vel út.

 

Ég hugsa mikið til ykkar og vona svo sannarlega að þið hafið tækifæri til að vera meira fyrir austan þegar frá líður. 💕

New Posts

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon