Nov 22, 2018

Svipmyndir úr garðinum - haust 2018

11 comments

Ég hef lítið sem ekkert getað verið úti í garði í haust vegna þrálátrar kvefpestar sem sér ekki alveg fyrir endann á. Ég fór þó út einn dag í október (þann 22.) og tók nokkrar myndir.

 

Kínavöndurinn í fullum blóma. Mér til mikillar undrunar þá náði hann að opna blómin þó staðurinn sem hann er á sé kominn í skugga í október.

 

Dvergheiðakvisturinn hefur sérlega fallega haustliti. Hann var alveg heiðgulur í fyrra, en það var smá sletta af rauðu í honum í ár.

 

Nýpur á davíðsrósinni 'Fenja'. Hún þroskar alltaf mikið af nýpum, en var alveg sérlega falleg núna. Hún er að ná sér á strik á nýjum stað.

 

Erica x stuarti 'Irish Orange' í blóma. Ég bind vonir við að það lifi veturinn og dafni vel í brekkunni.

 

Silkiára 'Rosalie'. Blómliturinn er breytilegur á milli plantna, þetta er ljósasti liturinn, nánast hvítur.

 

Skógarvatnsberi 'Woodside Variegata' er svakalega flottur. Laufið lýsti upp fjölæringabeðið í haust og sást langt að.

 

Berberis 'Green Carpet' fær líka svakalega flotta haustliti. Hann getur orðið alveg eldrauður ef hann fær næga sól.

 

Ein af ígulrósum Jóhanns Pálssonar, Guðbjörg. Hún fær alveg áberandi fallega haustliti.

Nov 22, 2018

Fallegur Kínavöndurinn og haustlitirnir ekki síðri standa alltaf fyrir sínu.

New Posts
  • Það er nú meira hvað tíminn líður. Strax kominn júní. Gróðurinn er vel á undan áætlun, mikið af maíblómunum þetta árið eru venjulega júníblóm.
  • Gróðurinn rýkur upp í þessu blíðviðri sem verið hefur í maí og margt farið að blómstra sem blómstrar venjulega í júní. Páskalilja 'Fidelity' er ótrúlega blómsæl. Ég flutti hana í fyrra haust og hún blómstrar eins og ekkert sé.
  • Fyrsta mál á dagskrá þetta vorið er að halda áfram með rósabeðið sem ég byrjaði á í haust áður en ég veiktist. Ég er búin að flytja fjórar rósir úr geymslubeðinu hjá tjörninni í nýja beðið. Það eru allt þyrnirósir. Svo er ég búin að flytja 'Mary Queen of Scots' úr upphækkaða beðinu fyrir framan hús og ætla líka að taka 'Glory of Edzell' úr því beði, og mögulega einhverjar fleiri. Ég þarf að gera pláss fyrir rósirnar sem ég pantaði í vor hjá Rósaklúbbnum. :) Ég á alveg von á því að þetta beð eigi eftir að stækka :)

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon