May 9, 2018

Svipmyndir úr garðinum - maí 2018

15 comments

Edited: May 9, 2018

Kuldakastið í síðustu viku varð ekki eins skætt og fyrstu spár bentu til og gróðurinn hefur sloppið að mestu óskemmdur.

Kíkti út í garð með myndavélina í dag.

 

Lyklarnir blómstra hver af öðrum núna. Kúlulyklar, huldulykill og laufeyjarlykill.

Prímula 'John Mo' eða "Jón á Móum" eins og hann er gjarnan kallaður. Hann er yfirleitt fyrsti lykillinnn til að blómstra á vorin og hann breytti ekkert út af þeim vana í ár.

Töfratré með hvítum blómum sem ég fékk frá Möggu fyrir nokkrum árum er að blómstra í fyrsta sinn núna.

Fjallareynir 'Dodong' er ótrúlega flott og skemmtileg planta - meira að segja þegar hann er að laufgast. Laufið minnir mig á pálmalauf. 😍

 

Hann er enn í potti á pallinum, ég tímdi ekki að planta honum strax á sinn stað. Hann er svo fallegur að mig langaði til að njóta hans þar enn um sinn.

Ekkert kal! 👍😍

May 10, 2018

Yndislegar myndir af vorblómunum. Hér í sveitinni í 100 m hæð er allt talsvert seinna á ferðinni. lyklarnir eru komnir upp úr sinunni en ég þarf að biða aðeins lengur eftir að þeir og töfratréð fari að sýna blómin sín.

Yndislegt veður í gær - ég gróðursetti aðeins meira í nýja beðið

 

það er smá svæði eftir að hreinsa og jafna út

 

Sjálfsána rósin

Ég hélt að skógarþristurinn minn hefði drepist - hann hefur ekki sést ofanjarðar í 2-3 ár - var samt ekki búin að henda pottinum. Svo birtist hann bara sí svona, svo ég gróðursetti hann í brekkuna. :)

 

 

May 16, 2018Edited: May 16, 2018

Ég tók eftir því í dag að einn af sjálfsánu huldulyklunum er með miklu ljósari blóm sem eru nánast eins og blómin á 'John Mo' (sjá mynd hér ofar í þræðinum). Blómskipan og lauf er eins og á huldulyklinum. Ég er að hugsa um að skýra hann "Huldu á Móum" eða "Hulda Mó". 😁 Nema mér detti eitthvað betra í hug.

Hér er mynd:

 

Og huldulykillinn til samanburðar

 

 

May 17, 2018

Mikið er garðurinn þinn orðinn blómlegur Rannveig og litadýrðin mikil. lyklarnir eru alveg frábærir og duglegir. Einhver munur eða gráminn hér í sveitinni. Skemmtilegt að þú skyldir finna Þristinn sem þú hélst að væri glataður. Það er greinilega mikil frjósemi hjá þér, komin ný tegund af lykli og líka þessi myndarlega sjálfsána rós úti í beði 🌹.

Já, þetta með þristinn kennir manni að það getur verið gott að henda ekki strax úr pottum sem ekkert líf virðist vera í. Ég átti líka stelpulilju (Gladiolus imbricatus) sem ég flutti með mér. Ég hélt hún væri löngu töpuð - hefur ekkert bólað á henni undanfarin ár, en hún er líka að koma upp núna mér til ómældrar gleði. Ég hafði nefnilega töluvert fyrir því að rækta hana af fræi og hún er sérlega falleg. Búin að planta henni í nýja beðið.

Já, það er enginn skortur á býflugum hér, ekki bara humlum, heldur rekst ég öðruhvoru á hunangsbý líka. Sú var komin á stjá á undan humlunum í vor. Og svo læt ég oft svona sjálfsáða anga vera til að sjá hvað verður úr þeim, það er svo gaman þegar ég fæ eitthvað svona skemmtilegt. Mér finnst þessi lykill algjört æði. Hlakka líka til að sjá hvað verður úr þessari rós, en það verður sjálfsagt nokkurra ára bið eftir því. Hún er greinilega harðgerð, það er ekkert kal í henni.

Það bætist stöðugt við blómahafið í brekkunni, þrátt fyrir skítakulda.

 

Kúlulyklarnir kunna vel við sig í brekkunni, þessir eru miklu stærri og gróskumeiri en þeir sem voru í geymslubeðinu.

 

Ég er búin að finna nokkra sjálfsáða kúlulykla, pínulitla, sem eru að myndast við að blómstra. Þessir stærri í miðjunni eru eldri plöntur sem voru í geymslubeðinu. Ég gróðursetti þá alla saman í nýja beðið.

 

Bleik geitabjalla, ræktuð af fræi

Balkansnotra 'Blue Shades'

 

Þyrnirósin 'Glory of Edzell' ætlar aldeilis að láta ljós sitt skína í ár. Hún er alveg þakin knúppum. Hún er í upphækkaða beðinu við götuna fyrir framan hús.

 

Rósaskýlið hefur aðeins látið á sjá í vetur, en rósirnar samt komnar vel af stað.

 

 

May 26, 2018

Það er aldeilis að allt blómstrar vel i brekkunni hjá þér Rannveig og litirnir alveg meiti háttar fallegir. Það er yndislegt að hafa þessi djásn i garðinum sėrstaklega í svona tíð eins og við höfum haft núna í maí, virkar sem hvatning að fara út og róta í mold og planta og njóta í leiðinni þessara dásemda😍

Takk Magga - mér datt aldrei í hug að þessi brekka yrði svona blómsæl. Af því hún snýr í norðvestur sá ég einhvernvegin ekki fyrir mér að það yrðu góð vaxtarskilyrði þarna og ætlaði að hafa blandað runnabeð. Svo vantaði mig stað fyrir fjölæringana mína svo ég gróðursetti eiginlega all lágvöxnu fjölæringana sem ég átti í brekkuna til að forða þeim úr kraðakinu í geymslubeðinu. Ég bjóst ekki við að þeir myndu kunna svona vel við sig þarna. Ég er búin að færa flesta runnana sem ég setti í neðri hlutann af brekkunni til að gera pláss fyrir blóm. :)

Ég fór út áðan og bar kalk á grasflötina. Fínt að gera það í rigningu. Það er svo lyngt að það var fínt að vera úti, gróðursetti líka nýja sýrenu við endann á grasflötinni hjá tröppunum niður í neðsta hlutann af garðinum. Ég hafði gróðursett lambarunna þar, en ákvað að færa hann á lóðarmörkin í aðeins betra skjól og setti sýrenuna þar í staðinn. Hún heitir 'Agnes Smith' og á að vera með hvítum blómum. Held hún sé með einn knúpp, hlakka mikið til að sjá blómin.

May 26, 2018Edited: Jun 8, 2018

Brekkan, þ.e. hallinn á beðinu hefur örugglega sitt að segja fyrir gróskuna auk þess að ég er viss um að þú vandaðir þig vel þegar þú undirbjóst jarðveginn þar. Það er alltaf skemmtilegt að heimsækja gróðrarstöðvarnar. Ég verð samt að passa mig þetta árið, ég á ærið verk fyrir höndum að unditbúa beð og holur og skipta eða bæta jarðveg fyrir rósir og lyngrósir og/planta út öllu sem ég fékk í fyrra og svo biða alltaf trjáklúbbsplönturnar. Ég vona að sýrenurnar dafni vel hjá ykkur systrum.

Ég kíkti út í garð með myndavélina síðasta dag maímánaðar.

 

Glóbjalla að blómstra í fyrsta sinn. Hún er ræktuð af fræi og ég er örugglega búin að bíða í 10 ár eftir þessu blómi.

 

Þetta laufblað stóð upp úr dílatvítönninni 'Beacon Silver'. Mér sýnist þetta vera skriðsóley að leika kamelljón.

 

Ég fann túrbanliljuna mína - hélt hún hefði tapast í flutningnum. Hún er búin að stækka helling og komin með fullt af blómstönglum. :)

 

Sitkaelrið er að blómstra í fyrsta sinn

 

Ég færði kastaníulaufið mitt í nýja beðið þar sem það fær meiri sól en áður. Það var fljótt að launa fyrir sig, komið með blómstöngul. :)

 

 

Rauða geitabjallan

 

 

Gaman að sjá þessa dýrð hjá þér. Ég er sérlega skotin i rauðu geitabjöllunni.

Takk Vigdís. Já, þessi rauði litur fangar augað. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. 😀

Jun 8, 2018

Dásamlegir dagar núna, mikið líf að kvikna og plönturnar okka að stækka. Þú hefur mikla þolinmæði Rannveig að bíða í 10 ár eftir glóbjöllunni. Geitabjalla, kastaníulaufið og turbanliljan eru glæsilegar plöntur sem munu sóma sér vel og gleðja þig í garðinum í sumar.

Ég var nú hérumbil búin að afskrifa það að það yrði eitthvað úr þessum glóbjöllum. Þær eru tvær og blómstruðu báðar í fyrsta sinn einu blómi núna. Í þessi 10 ár eða hvað það er hafa þær bara verið eitt laufblað, svo þær litu nú ekkert gæfulega út. :) Þær eru reyndar enn bara eitt laufblað, en blómið bættist við.😁 Verður spennandi að sjá hversu löng bið verður eftir fleiri laufblöðum. 😂

New Posts
  • Það er nú meira hvað tíminn líður. Strax kominn júní. Gróðurinn er vel á undan áætlun, mikið af maíblómunum þetta árið eru venjulega júníblóm.
  • Gróðurinn rýkur upp í þessu blíðviðri sem verið hefur í maí og margt farið að blómstra sem blómstrar venjulega í júní. Páskalilja 'Fidelity' er ótrúlega blómsæl. Ég flutti hana í fyrra haust og hún blómstrar eins og ekkert sé.
  • Fyrsta mál á dagskrá þetta vorið er að halda áfram með rósabeðið sem ég byrjaði á í haust áður en ég veiktist. Ég er búin að flytja fjórar rósir úr geymslubeðinu hjá tjörninni í nýja beðið. Það eru allt þyrnirósir. Svo er ég búin að flytja 'Mary Queen of Scots' úr upphækkaða beðinu fyrir framan hús og ætla líka að taka 'Glory of Edzell' úr því beði, og mögulega einhverjar fleiri. Ég þarf að gera pláss fyrir rósirnar sem ég pantaði í vor hjá Rósaklúbbnum. :) Ég á alveg von á því að þetta beð eigi eftir að stækka :)

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon