Veronica gentianoides 'Variegata'
Kósakkadepla

'Variegata' er afbrigði af kósakkadeplu með hvítmynstruðu laufi. Það er að öðru leiti nákvæmlega eins og tegundin og vex við sömu skilyrði. Ég hef átt þessa plöntu í rúman áratug og hún hefur þrifist jafn vel og tegundin og er jafn blómsæl eins og hún. Það eru aðallega laufblöðin á blómstönglunum sem eru hvítmynstruð, laufið í jarðlægu laufhvirfingunni eru meira græn, svo það er ekki mikill sjáanlegur munur á þessu afbrigði og tegundinni fyrr en blómstönglarnir fara að vaxa upp. Mjög flott planta.
9 Views