top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Paradisea liliastrum - paradísarlilja



Paradísarlilja er fínleg lilja, sem tilheyrir reyndar ekki lengur liljuætt, heldur hefur verið skipuð í aspasætt (Asparagaceae). Ég ræktaði hana af fræi minnir mig og hún hefur tórt hjá mér og blómstrað nokkuð árvisst. Ég held að hún sé enn á lífi úti í garði, en ég þarf að finna henni betri stað. Hún verður fallegust í sól og næringarríkum, gljúpum jarðvegi. Ég gæti trúað að blanda af moltu og fíngerðum vikri væri góð. Við góð skilyrði getur hún myndað myndarlegan laufbrúsk og blómstrað vel. Blómin eru alveg hreinhvít og standa því miður frekar stutt.

35 Views
maggahauks
maggahauks
fyrir 3 dögum

Hún er ósköp falleg, en það er nú svona með mörg falleg blóm að við vildum að þau stæðu lengur.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page