top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Hosta sieboldiana 'Frances Williams' - Blábrúska



'Frances Williams' er yrki af blábrúsku sem virðist ágætlega harðgert. Það er með blágrænu laufi eins og tegundin, en blaðjaðrarnir eru gulgrænir á þessu yrki. Blómin eru hvít með smá lillablárri slikju. Ég get eiginlega lítið meira um hana sagt, því ég man ekkert hvernig eða hvenær ég eignaðist þessa plöntu. Hún blómstraði í fyrra haust og þá tók ég loksins mynd af henni og þökk sé merkimiða sem hafði ekki týnst gat ég áttað mig á því hvað hún heitir. Hún hefur því flutt með mér og lifað allar þær hremmingar af, en einhvernveginn hef ég aldrei veitt henni athygli. Sem er skrítið, því hún er ljómandi falleg.

27 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page