top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Agastache foeniculum - Ilmexir



Ég var að komast að því að þessi planta heiti ilmexir á íslensku, athugaði fyrir rælni í orðabanka íslenskrar málstöðvar og fann þetta heiti þar. Ég fékk fræ af þessari tegund í kaupbæti einhverntíma þegar ég pantaði fræ frá Thompson & Morgan. Mig minnir að ég hafi bara fengið eina plöntu sem blómstraði lítillega en lifði ekki veturinn. Því miður tók ég bara eina mynd af plöntugreyinu. Svo ekki er nú mín reynsla af þessari plöntu mjög yfirgripsmikil. Hún vex villt á sléttum N-Ameríku alveg norður til Kanada, svo hún ætti nú að þola sæmilegt frost, en e.t.v. var þetta viðkvæmara garðaafbrigði sem ég prófaði. Agastache ættkvíslin er vinsæl í görðum vestanhafs því blómin laða að býflugur og fiðrildi. Lauf og blöð eru líka oft ilmandi og er anískeimur af ilmexinum.

Væri mögulega vert að prófa fleiri tegundir og yrki af þessari ættkvísl.



37 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page