Gypsophila repens 'Alba' - Dvergaslæða

Dvergaslæða er falleg steinhæðaplanta sem þrífst ágætlega fái hún næga sól og nægilega vel framræstan jarðveg. 'Alba' er með hvítum blómum. Hún blómstraði vel hjá mér þar sem hún óx í upphækkuðu beði sem fékk sól mest allan daginn. Ég hef ekki getað boðið henni upp á nógu sólríkan stað hér í nýja garðinum svo hún hefur ekki blómstrað eftir flutninginn. Ég held að hún tóri þó enn, svo ég hef enn möguleika á að koma henni á betri stað.
36 Views