top of page

Fjölærar plöntur

Public·1 member

Galium odoratum - Ilmmaðra


Ilmmaðra líkist hinni innlendu krossmöðru nokkuð, en er öll mun stórgerðari og laufkransarnir töluvert meiri um sig. Hún er mjög harðgerð og góð þekjuplanta á skuggsælum stöðum því hún er mjög skuggþolin og blómstrar vel óháð birtustigi. Hún skríður nokkuð hratt og er fljót að breiða úr sér, en ræturnar liggja grunnt og því auðvelt að halda aftur af henni með því að stinga utan af breiðunni reglulega. Ef hún fær að vera í friði er hún fljót að leggja garðinn undir sig.

70 Views
Rannveig
Rannveig
fyrir 4 dögum

Ja, þú segir nokkuð. Verð að viðurkenna að ég man voða lítið hvernig ilmurinn er. Það er svona "möðruilmur" af henni - svipaður og af þessum íslensku, ég man ekki hvort hún ilmar meira en þær, en hún ilmar meira í rigningu.

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun fjölærra plantna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page