top of page

Rósir

Public·1 member

Moskusrósin 'Buff Beauty'


'Buff Beauty' er moskusrósarblendingur sem er nokkuð frábrugðinn öðrum rósum í þeim flokki, sem ég hef prófað. Þær hafa allar lítil blóm í margblóma klösum, einföld eða fyllt, en blómin á 'Buff Beauty' eru töluvert stærri. Þau eru óskaplega falleg á litinn, knúpparnir eru dökk ferskjubleikir og blómin lýsast eftir því sem þau eldast og verða að lokum rjómahvít. Hún er viðkvæm og þarf mjög góðan stað til að ná að blómstra og vetrarskýli. Hún blómstraði mjög vel sumarið 2008, sem var með eindæmum hlýtt og sólríkt, hér á suðvestur horninu a.m.k. og sýndi þá hversu stórkostlega falleg hún er. Hún drapst á fyrsta vetri eftir flutning.

14 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page