top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Ydrerosen'

Nútíma klifurrós (Modern Climber)



'Ydrerosen' er nútíma klifurrós sem blómstrar margblóma klösum af smáum, fylltum, bleikum blómum. Hún var ræktuð af sænskum rósaræktanda, Roland Hermansson, og markaðssett árið 2011. Hún er afkvæmi hunangsrósar, Rosa helenae 'Hybrida' og nútíma klifurrósarinnar 'Super Excelsa'. Hún þarf skjólgóðan, sólríkan vaxtarstað og líklega vetrarskýli eigi hún að ná einhverri hæð.


Ég hef átt þessa rós síðan 2017 og það hefur tekið hana nokkur ár að komast í gang. Hún var búin að ná þokkalegri stærð sumarið 2020 og blómstraði þá mjög vel. Ég hef skýlt beðinu þar sem hún vex með akrýldúk fram undir mánaðarmót maí - júní.


Hvernig hefur hún reynst hjá ykkur?

18 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page