top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Acer platanoides 'Royal Red'

Broddhlynur




'Royal Red' er rauðblaðayrki af broddhlyn sem skv. upplýsingum á vefsíðu Lystigarðs Akureyrar er harðgerðasta rauðblaðayrkið sem er í ræktun hér. Hann hefur reynst alveg þokkalega hjá mér, kelur yfirleitt eitthvað í toppinn, en nær þó að bæta við hæðina jafnt og þétt. Minn vex í frekar miklum skugga, hann fær einhverja morgunsól, en er svo í skugga megnið af deginum á meðan það er ekki hærra. Ég er að vonast til að hann nái að teygja sig upp fyrir garðvegginn og þá fær hann betri sól. Mér finnst liturinn á laufinu vera helst til mikið grænmengaður, en mögulega hefur skortur á sólarljósi eitthvað með það að gera. Ef hann nær að teygja sig upp í sólina, kemur í ljós hvort liturinn verði rauðari.


Hver er ykkar reynsla af þessari sort?

9 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page