top of page

 

 

Markmið Garðaflóru er að safna saman upplýsingum um þær garðplöntur sem eru í ræktun á Íslandi og miðla þeim á aðgengilegan hátt til þeirra sem fást við garðrækt.

Á hverri plöntusíðu er reitur fyrir umsagnir þar sem hægt er að setja inn myndir og deila reynslu af ræktun þeirrar plöntu sem fjallað er um á þeirri síðu. Einnig er hnappur með tengli yfir á spjallsíðu Garðaflóru þar sem líka er hægt að deila reynslu og myndum.

 

 

Garðaflóran

Á síðunni er plöntum raðað í stafrófsröð eftir latnesku heiti.  Það er gert af praktískum ástæðum, þannig raðast plöntur í sömu ættkvísl saman, t.d. bláklukkur eða blágresistegundir.  Til að finna upplýsingar um tilteknar tegundir á netinu, eða panta fræ er líka nauðsynlegt að vita latneska heitið á plöntunni. 

 

Efst á síðunni er leitargluggi þar sem hægt er að leita eftir íslensku eða latnesku heiti. Það er hægt að slá inn hvaða leitarorð sem er t.d. blómlit (et.kk), hæð o.s.frv.  

bottom of page