Markmið Garðaflóru er að safna saman upplýsingum um þær garðplöntur sem eru í ræktun á Íslandi og miðla þeim á aðgengilegan hátt til þeirra sem fást við garðrækt.

Á hverri plöntusíðu er reitur fyrir umsagnir þar sem hægt er að setja inn myndir og deila reynslu af ræktun þeirrar plöntu sem fjallað er um á þeirri síðu. Einnig er hnappur með tengli yfir á spjallsíðu Garðaflóru þar sem líka er hægt að deila reynslu og myndum.