zantedeschia-auckland.jpg

KALLALILJUR

Kallaliljur eru helst til hitakærar til að vaxa utandyra hérlendis, en gætu mögulega vaxið úti í potti á besta stað yfir hásumarið. Þær þurfa í öllu falli forræktun inni og geyma þarf laukana á frostfríum stað yfir veturinn. Jarðstöngullinn er gróðursettur ca. 10 cm djúpt í hæfilega stóran pott sem er hafður á björtum stað, en þó ekki í sterku sólskini. Halda þarf moldinni rakri, enn samt ekki of blautri. Eftir að blómströnglar birtast þarf að vökva með tómatáburði á ca. 3-4 vikna fresti. Eftir að blómgun líkur þarf að halda áfram að vökva og næra þar til laufið visnar. Á meðan plantan liggur í dvala skal geyma pottinn á svölum stað og takmarka vökvun við að halda moldinni rétt rakri þannig að hún verði ekki skrælþurr.