top of page
Marble Surface
Leaves Shadow

Hér er fjallað um lauftré sem fella laufið að hausti og bera smá, lítið áberandi blóm eða rekla.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Acer - Hlynir
 

Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda  sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman  og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Alnus - Elri
 

Alnus, elri, er ættkísl um 30 tegunda í bjarkarætt, Betulaceae með útbreiðslu víða um norðurhvel jarðar. Elri líkjast björkum, en hafa yfirleitt stórgerðara lauf og kvenreklarnir eru trékenndir og sitja á greinunum eins og könglar. Elri hefur verið nýtt sem landgræðsluplanta á Íslandi þar sem það bindur köfnunarefni í jarðveginn með hjálp rótargerla. Elri vaxa helst í rökum jarðvegi, meðfram ám og vötnum.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Betula - Bjarkir
 

Ættkvíslin Betula, bjarkir, telur um 30-60 tegundir í bjarkarætt, Betualaceae. Þetta eru fremur skammlífar tegundir á mælikvarða trjáa og nær íslenskt birki varla meira en 100 ára aldri. Bjarkir eru landnámsplöntur sem þurfa góð birtuskilyrði en hafa mikla aðlögunarhæfni að ólíkum jarðvegsgerðum. Ólíkt elritegundum visna kvenreklar bjarka þegar fræið nær þroska. Börkur birkitrjáa flagnar í þunnar næfrar sem eru einkennandi fyrir ættkvíslina.

 

  • Betula ermanii - steinbjörk

  • Betula pubescens - ilmbjörk

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Buxus - Fagurlim
 

Ættkvíslin Buxus, fagurlim, inniheldur um 70 tegundir í ættinni Buxaceae sem flestar vaxa í hitabeltinu. Þetta eru sígræn tré eða runnar, með smá, leðurkennd laufblöð. Blómin eru smá og lítt áberandi. Aðeins ein tegund er nógu frostþolin til að geta vaxið á Íslandi og þarf hún bestu skilyrði til að þrífast. Fagurlim er mikið notað í formklippingar þar sem það hefur smátt lauf og þéttan vöxt.

 

  • Buxus sempervirens - fagurlim

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Cercidiphyllum - Hjartatré
 

Ættkvíslin Cercidiphyllum, hjartatré, telur bara tvær tegundir og er eina ættkvísl hjartatrjáaættar, Cercidiphyllaceae. Tegundirnar tvær eiga heimkynni í Japan og Kína. Þetta eru sérbýlisplöntur sem þýðir að plöntur eru annaðhvort karlkyns eða kvenkyns.

Blómin eru frumstæð og frjóvgast með vindfrjóvgun. Hjartatré þurfa frjóan jarðveg með jöfnum raka.

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Elaeagnus - Silfurblað
 

Elaeagnus, silfurblað, er ættkvísl rúmlega 50 tegunda í silfurblaðsætt, Elaeagnaceae sem allar eiga heimkynni í Asíu, utan ein, silfurblað, sem er upprunnin í vestanverðri N-Ameríku. Einkenni ættkvíslarinnar eru silfurlituð laufblöð. Blómin eru mjög smá, án krónublaða og oft ilmandi. Margar tegundir ættkvíslarinnar eru í sambýli með niturbindandi gerlum og get því vaxið í rýrum jarðvegi.

​​​​

  • Eleagnus commutata - silfurblað

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Fagus - Beyki
 

Ættkvíslin Fagus, beyki, tilheyrir beykiætt, Fagaceae, og inniheldur um 10 tegundir sem vaxa á tempruðum svæðum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku. Beykitré vaxa við breytileg skilyrði, en þola ekki mjög blautan jarðveg. Þau eru mjög blaðfögur.

​​​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Fraxinus - Askur
 

Ættkvíslinni Fraxinus, aski, tilheyra um 60 tegundir í smjörviðarætt, Oleaceae sem dreifast víða um norðurhvel. Askur er með áberandi svört brum og fjöðruð, gljáandi laufblöð. Þetta eru þurftarfrek tré sem þurfa djúpan næringarríkan jarðveg og nægan raka. 

​​​​

  • Fraxinus excelsior - askur

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Hedera - Bergfléttur
 

Bergfléttur, Hedera, er ættkvísl í bergfléttuætt, Araliaceae. Í ættkvíslinni eru 12-15 tegundir með heimkynni í N-Afríku, S- og Mið-Evrópu og Asíu. Þetta eru skuggþolnar klifurplöntur sem festa sig með heftirótum og geta þannig klifrað upp tré eða kletta allt upp í 30 m hæð. Þær eru mikilvæg fæðuuppspretta fyrir skordýr og fugla þar sem þær blómgast gulgrænum blómum að hausti eða snemmvetrar þegar fátt annað er í blóma. Aldinin þroskast síðvetrar eða að vori. 

  • Hedera colchica - risabergflétta

    • 'Sulfur Heart'​

    • 'Variegata'

  • Hedera helix - bergflétta

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Hippophae - Hafþyrnir
 

Ættkvíslin Hippophae, hafþyrnar er lítil ættkvísl í silfurblaðsætt, Eleagnaceae, með útbreiðslu um Evrópu og Asíu.  Þetta eru sérbýlisplöntur svo það þarf bæði karl- og kvenplöntu til að aldin þroskist. Blómin eru lítil, en berin eru meira áberandi, gul eða appelsínugul og mjög C-vítamínrík.

​​​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Nothofagus - Lenjur
 

Ættkvíslin Nothofagus, lenjur, eru 65 tegundir sem áður voru flokkaðar í beykiætt, Fagaceae, en hafa nú verið flokkaðar í sína eigin ætt, Nothofagaceae. Ættkvíslin vex á suðurhveli, hátt til fjalla syðst í S-Ameríku og í Ástralíu. Laufblöðin minna á beyki en eru smágerðari.

​​​​​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Populus - Aspir
 

Aspir, Populus, er ættkvísl um 30 tegunda í víðisætt, Salicaceae, með mikla útbreiðslu um norðurhvel jarðar. 

​​​​

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Quercus - Eikur

Ættkvíslin Quercus​​​, eikur, tilheyrir beykiætt, Fagaceae. Þetta er geysistór ættkvísl og telur um 600 tegundir sem dreifast um allt norðurhvel, frá tempruðum beltum til hitabeltisins. Fræin nefnast akörn og eru einkennandi fyrir ættkvíslina. Eikur eru mikilvægar nytjaplöntur og er viðurinn nýttur í margvíslega framleiðslu.

 

Acaena saccaticupula 'Blue Haze'
Salix - Víðir
 

Um 400 tegundir tilheyra ættkvíslinni Salix í víðisætt, Salicaceae. Víðitegundir eru sérbýlisplöntur, þ.e. plöntur eru einkynja og bera annaðhvort karlrekla eða kvenrekla. Víðitegundir blómgast snemma á vorin, oft fyrir laufgun og eru mikilvæg fæða fyrir humlur fyrst á vorin. Víðitegundir vaxa margar hverjar í rökum jarðvegi og nær útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar um köld og tempruð svæði á norðurhveli. Börkur víðitegunda inniheldur salicyl-sýru sem hefur verkjastillandi, bólgueyðandi og hitalækkandi áhrif. Víðibörkur var því mikið notaður í lækningaskyni á þeim svæðum þar sem víðitré vaxa. 

​​​​

Marble Surface
bottom of page